Fara í innihald

Samningur um stjórnarskrá fyrir Evrópu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Samningur um stjórnarskrá fyrir Evrópu, oftast þekktur einfaldlega sem Stjórnarskrá Evrópusambandsins, var þjóðréttarsamningur sem undirritaður var árið 2004 af aðildarríkjum ESB sem þá voru 25. Samningurinn var staðfestur í 18 aðildaríkjum en þegar honum var synjað í þjóðaratkvæðagreiðslum í Frakklandi og Belgíu árið 2005 endaði samningaferlið. Samningurinn tók því aldrei gildi.

Samningnum var ætlað að leysa af hólmi fjölda eldri samninga sem mynduðu lagagrundvöll Evrópusambandsins og að einfalda ákvarðanatökuferli innan sambandsins. Eftir að samningurinn var felldur ákváðu leiðtogar Evrópusambandsins að koma heldur á umbótum í þeim samningum sem fyrir voru, sem var gert árið 2007 með undirritun Lissabon-sáttmálans.