Jón Stefánsson (Filippseyjakappi)
Jón Stefánsson nefndur Filippseyjakappi (27. apríl 1873 – 29. október 1932) var Íslendingur sem barðist sem liðsforingi í Filippseyjarstríðinu ameríska og fékk því viðurnefnið Filippseyjakappi. Jón var sonur sr. Stefáns Péturssonar og Ragnhildar Bjargar Methúsalemsdóttur. Jón lést í Baltimore í Maryland í Bandaríkjunum, nærri sextugur að aldri. Árin fyrir andlát sitt hafði hann starfað við eina stjórnardeild Bandaríkjastjórnar í Washington D.C..
Jón fór ungur til Bandaríkjanna, stundaði þar nám og störf á síðasta áratug 19. aldar og gekk þá í Bandaríkjaher. Hann tók þátt í Filippseyjarstríðinu ameríska, og vann sig þar upp í liðsforingjatign, og var eftir það einatt nefndur: Filippseyjarkappi. Hann sneri svo aftur til Íslands, fór síðan í Verslunarskóla í Kaupmannahöfn, settist að á Seyðisfirði og stundaði þar verslunarstörf, en fluttist síðan alfarinn til Bandaríkjanna.
Jón var kvæntur Sólveigu Jónsdóttur (sem var dóttir Jóns alþingismanns frá Múla). Hún lifði eiginmann sinn og sex börn þeirra, 4 synir og 2 dætur. Einn sonur þeirra var Ragnar Stefánsson ofursti [1] og annar var Björn Stefánsson alþingismaður.