Sikiley

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Fáni Sikileyjar

Sikiley (ítalska: Sicilia, sikileyska: Riggiuna Siciliana) er stærsta eyja Ítalíu, stærsta hérað landsins og stærsta eyjan í Miðjarðarhafinu. Eyjan nær yfir 25.426 ferkílómetra og er um einn tólfti hluti flatarmáls Ítalíu. Héraðið hefur nokkra sjálfstjórn sökum menningarlegrar sérstöðu. Höfuðstaður þess er borgin Palermó.

Eyjan hefur í gegnum söguna verið mjög mikilvæg vegna heppilegrar staðsetningar miðað við verslunarleiðir um Miðjarðarhafið.[1] Eyjan var hluti af Magna Graecia og lýsti Cíceró borginni Sýrakúsu sem mestu og fallegustu borg Grikklands hins forna.

Gervihnattamynd af Sikiley.

Á eyjunni er eldfjallið Etna sem er 3320 metrar, stærsta eldfjall Evrópu og eitt virkasta í heiminum.

Á Sikiley búa rúmlega fimm milljónir manna en flatarmál eyjunnar er um fjórðungur af flatarmáli Íslands.

Orðsifjar[breyta | breyta frumkóða]

Helst er talið að um þjóðflokkskenninefni sé að ræða, að þjóðflokkur síkelóa hafi gefið landinu nafn sitt.

Umdæmaskipan[breyta | breyta frumkóða]

Sikiley er skipt í 9 umdæmi sem kennd eru við höfuðstaði sína. Þessum 9 umdæmum er síðan aftur skipt niður í 390 sveitarfélög eða bæjarfélög.

Þau 9 umdæmi Sikileyjar
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Glósur[breyta | breyta frumkóða]


Héruð Ítalíu Fáni Ítalíu
Abrútsi · Apúlía · Basilíkata · Emilía-Rómanja · Fjallaland · Kalabría · Kampanía · Langbarðaland · Latíum · Lígúría · Marke · Mólíse · Toskana · Úmbría · Venetó
Ágústudalur · Friúlí · Sardinía · Sikiley · Trentínó-Suður-Týról
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.