Willard Van Orman Quine
Willard Van Orman Quine | |
---|---|
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 25. júní 1908 |
Svæði | Vestræn heimspeki |
Tímabil | Heimspeki 20. aldar |
Skóli/hefð | Rökgreiningarheimspeki, raunhyggja |
Helstu ritverk | Elementary Logic, Methods of Logic, From a Logical Point of View, Word & Object, Ways of Paradox and Other Essays, Quiddities, Theories and Things, Pursuit of Truth, The Web of Belief, Ontological Relativity and Other Essays |
Helstu kenningar | Elementary Logic, Methods of Logic, From a Logical Point of View, Word & Object, Ways of Paradox and Other Essays, Quiddities, Theories and Things, Pursuit of Truth, The Web of Belief, Ontological Relativity and Other Essays |
Helstu viðfangsefni | rökfræði, vísindaheimspeki, þekkingarfræði, frumspeki |
Willard Van Orman Quine (25. júní 1908 – 25. desember 2000) var einn áhrifamesti heimspekingur og rökfræðingur Bandaríkjanna á 20. öld.
Quine var stundum nefndur „heimspekingur meðal heimspekinga“. Hann tilheyrði þeirri hefð innan heimspekinnar sem nefnist rökgreiningarheimspeki, en hélt því þó einnig fram að heimspeki væri ekki hugtakagreining. Hann var Edgar Peirce prófessor í heimspeki við Harvard University frá árinu 1956 til æviloka árið 2000. Quine er meðal áhrifamestu heimspekinga á síðari hluta 20. aldar og er meðal þekktustu heimspekinga í sögu bandarískrar heimspeki.
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Quine ólst upp í Akron í Ohio fylki í Bandaríkjunum. Hann hlaut B.A.-gráðu frá Oberlin College og doktorsgráðu frá Harvard árið 1932. Á Harvard nam hann rökfræði undir leiðsögn Alfreds North Whitehead. Að námi loknu ferðaðist Quine um Evrópu á rausnarlegum rannsóknarstyrk. Hann kynntist pólskum rökfræðingum og heimspekingum Vínarhringsins sem höfðu mikil áhrif á hann. Munaði þar mestu um áhrif Rudolfs Carnap.
Frá 1942 til 1946 starfaði Quine í leyniþjónustu bandaríska flotans.
Að stríðinu loknu varð Quine kennari í heimspeki við Harvard. Margir frægir heimspekingar námu hjá Quine, meðal annarra Donald Davidson, Daniel Dennett, Dagfinn Föllesdal, Gilbert Harman, David Lewis og Charles Parsons.
Helstu ritverk
[breyta | breyta frumkóða]- Mathematical Logic (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 1940, (2. útg.) 1951). ISBN 0-674-55451-5
- Elementary Logic (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 1941, (endursk. útg.) 1966). ISBN 0-674-24451-6
- Methods of Logic (New York: Holt, 1950, (4. útg.) 1982). ISBN 0-674-57176-2
- From a Logical Point of View: 9 Logico-Philosophical Essays (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 1953, (endursk. 2. útg.) 1996). ISBN 0-674-32351-3
- Word and Object (Cambridge, Mass.: MIT Press, 1960). ISBN 0-262-67001-1
- Set Theory and Its Logic (Cambridge, Mass.: MIT Press, 1963, (2. útg.) 1969). ISBN 0-674-80207-1
- The Ways of Paradox and Other Essays (New York: Random House, 1966, (2. útg.) 1976). ISBN 0-674-94837-8
- Selected Logic Papers (New York: Random House, 1966, (2. útg.) 1995). ISBN 0-674-79837-6
- Ontological Relativity and Other Essays (New York: Columbia University Press, 1969). ISBN 0-231-08357-2
- Philosophy of Logic (Englewood: Prentice Hall, 1970, (2. útg.) 1986). ISBN 0-674-66563-5
- Theories and Things (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 1981). ISBN 0-674-87926-0
- Quiddities: An Intermittently Philosophical Dictionary (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 1987). ISBN 0-14-012522-1
- Pursuit of Truth (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 1990, (2. útg.) 1992). ISBN 0-674-73951-5
- From Stimulus to Science (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 1995). ISBN 0-674-32636-9
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirmynd greinarinnar var „Willard Van Orman Quine“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 1. desember 2005.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]- Donald Davidson
- Rudolf Carnap
- Dagfinn Föllesdal
- Quine
- Rökfræðileg raunhyggja
- Þverstæða Quines
- Þýðingabrigði
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Willard Van Orman Quine 1908-2000 — Philosopher and Mathematician. Vefsíða sem Douglas Boynton Quine, sonur Quines, heldur uppi.