Stríð Sovétmanna í Afganistan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Stríð Sovétmanna í Afganistan var níu ára langt stríð sem hófst með innrás Sovétmanna í Afganistan til að styðja baráttu marxista sem voru við völd gegn andspyrnuhreyfingu íslamskra bókstafstrúarmönnum sem háðu heilagt stríð gegn yfirvöldum. Andspyrnuhreyfingin naut stuðnings ýmissa aðila, meðal annars bandarísku leyniþjónustunnar CIA, Sádi-Arabíu, Pakistans og annarra múslímaríkja. Stríðið varð leppstríð í kalda stríðinu, þar sem Bandaríkin og Sovétríkin tókust á með óbeinum hætti í gegnum átök í öðrum ríkjum.

40. herdeild sovéska hersins hélt inni í Afganistan þann 25. desember 1979 en síðustu hersveitir Sovétmanna yfirgáfu landið þann 15. maí 1988 og stríðinu lauk 15. febrúar 1989. Stríði Sovétmanna í Afganistan hefur oft verið líkt við stríð Bandaríkjamanna í Víetnam, vegna mikils kostnaðar beggja stórveldanna og árangursleysis hernaðarins. Áætlað er að um 15 þúsund Sovéskir hermenn hafi látið lífið og um ein milljón Afgana, óbreyttir borgarar og andspyrnumenn, auk þess sem 5,5 milljónir hafi misst heimili sín.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist