Góðtemplarahús Reykjavíkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gúttó um 1930.

Góðtemplarahús Reykjavíkur (jafnan kallað Gúttó) var einlyft bárujárnsklætt timburhús sem stóð á uppfyllingu í Tjörninni sunnan við Alþingishúsið á horni Templarasunds og Vonarstrætis. Húsið var rifið 1968 og þar er nú bílastæði þingmanna.

Húsið var reist af Góðtemplarastúku Reykjavíkur og vígt 2. október 1887. 1890 var komið þar fyrir kassasviði og fóru leiksýningar þar fram, þar til Leikfélag Reykjavíkur tók til starfa í Iðnó 1897. Fjöldi annarra félagasamtaka hafði einnig aðstöðu í húsinu um lengri eða skemmri tíma. Frá 1903 var bæjarstjórn Reykjavíkur með fundi í húsinu, en hún hafði áður komið saman í Hegningarhúsinu Skólavörðustíg. Síðasti bæjarstjórnarfundurinn sem haldinn var í húsinu var sá sem endaði með Gúttóslagnum 9. nóvember 1932.

Íslenska ríkið keypti húsið árið 1935, en templarar og önnur félagasamtök höfðu þó afnot af húsinu áfram. 1968 var húsið rifið.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Góðtemplarahúsið“. Upplýsingar um tónleika á Íslandi. Sótt 1. júní 2008.
  • „Íslensk leikhús: Góðtemplarahúsið (Gúttó) í Reykjavík (Templarasund 2)“. Vefur Leikminjasafns Íslands. Sótt 1. júní 2008.