Fara í innihald

Ólafur Teitur Guðnason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ólafur Teitur Guðnason
Fæddur2. október 1973
Reykjavík
TitillAðstoðarmaður ráðherra

Ólafur Teitur Guðnason (fæddur 2. október 1973) er íslenskur blaðamaður. Hann gekk í Verslunarskólann og tók þá þátt í Morfís,[1] þá þýddi hann einnig leikrit Verslunarskólans The Wall, eftir Roger Waters, sem sýnt var í Háskólabíó árið 1995.[2] Síðar var hann fréttamaður á Ríkisútvarpinu, blaðamaður hjá DV og svo hjá Viðskiptablaðinu.[3] Hann var um skeið þáttastjórnandi Sunnudagsþáttsins á Skjá einum.[4] Ólafur ritstýrði með Gísla Marteini Bók aldarinnar[5] og er höfundur bókanna Fjölmiðlar 2004, Fjölmiðlar 2005, Fjölmiðlar 2006 og Fjölmiðlar 2007 þar sem hann leitast við að greina fréttaumfjöllun íslenskra fjölmiðla með gagnrýnu hugarfari.[6]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Mælskir verslingar sigruðu í þriðja sinn - DV“. timarit.is. 22.03.1993.
  2. „Múrinn - Myndband“. leitir.is.
  3. „Ólafur Teitur Guðnason ráðinn til Alcan á Íslandi“. www.vb.is. 9. september 2010.
  4. „Þéttir þriðjudagar bls 29“ (PDF). Fréttablaðið.
  5. „Bók aldarinnar“. Bókakaffið.
  6. „Fjölmiðlar 2007“. Ugla útgáfa.