Fara í innihald

Saladín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Saladín konungur Egypta, mynd úr handriti frá 15. öld

Saladín (kúrdíska: Selahadînê Eyûbî, arabíska: صلاح الدين يوسف ابن ايوب Ṣalaḥ ad-Dīn Yūsuf ibn Ayyūb; (fæddur 1137 eða 1138 - lést 1193) var kúrdískur hershöfðingi sem stofnaði Ajjúbída-ættveldið, sem náði yfir Egyptaland, Sýrland, Palestínu og hluta af norðurhluta Mesópótamíu,

Árið 1187 náði her Saladíns Jerúsalem úr höndum kristinna krossfara eftir sigur í orrustunni við Hattín. Hann barðist lengi við krossfara frá Vestur-Evrópu, einkum í þriðju krossferðinni, þar sem andstæðingur hans var meðal annars Ríkharður ljónshjarta. Þrátt fyrir að Jerúsalem héldist undir stjórn múslima eftir krossferðina, náðist friðarsamkomulag sem tryggði kristnum pílagrímum aðgang að borginni.

Saladín naut mikillar virðingar bæði meðal múslima og kristinna fyrir göfuglyndi sitt og réttsýni, jafnvel í hernaði.

„Hver var Saladín Tyrkjasoldán?“. Vísindavefurinn.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.