Swissair

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Júmbóþota frá Swissair árið 1985.

Swissair var svissneskt flugfélag sem varð til við samruna Balair og Ad Astra Aero árið 1931. Höfuðstöðvar flugfélagsins voru á Zürich-flugvelli og í Kloten. Lengst af á 20. öld var flugfélagið eitt af þeim stærstu í heimi. Dýr útþenslustefna á síðari hluta 10. áratugarins og síðan niðursveifla í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001 urðu til þess að félagið varð gjaldþrota 31. mars árið 2002. Fyrrum starfsmenn fyrirtækisins stofnuðu Swiss International Air Lines sem Lufthansa tók yfir árið 2005.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.