Panamaborg

Panamaborg er höfuðborg og stærsta borg Panama, með yfir 700.000 íbúa. Hún stendur við enda Panamaskurðarins Kyrrahafsmegin.
Borgin var stofnuð af Pedro Arias de Ávila 15. ágúst 1519 sem miðstöð fyrir landvinninga Spánverja í Perú og tengihöfn fyrir gull- og silfurflutninga frá vesturströnd Suður-Ameríku til Evrópu.