Olíuhreinsistöð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Olíuhreinsistöð í Martinez, Kaliforníu

Olíuhreinsistöð er iðnaðarstöð þar sem unnar eru nothæfar afurðir úr hráolíu, svo sem bensín, dísil- og steinolía.

Hugmyndir hafa verið uppi um að reisa olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Þann 15. ágúst 2007 samþykkti bæjarstjórn Vesturbyggðar að breyta deiliskipulagi í sveitarfélaginu og hliðra þannig til fyrir byggingu olíuhreinsistöðvar í Hvestudal í Arnarfirði.

Öryggi og mengun[breyta | breyta frumkóða]

Við hreinsun hráolíu losna ýmis eiturefni út í andrúmsloftið, auk þess sem af olíuhreinsistöðvum stafar sprengihætta. Þetta er ein helsta ástæða þess að olíuhreinsistöðvar eru reistar í töluverðri fjarlægð frá íbúðabyggð. Fnykur og hávaði fylgja einnig starfsemi stöðvanna og þær hafa sumstaðar mengað grunnvatn. Í Bandaríkjunum er hörð andstaða gegn opnun meiriháttar olíuhreinsistöðva, og engin stór stöð hefur verið reist þar í landi síðan 1976 en það ár reis ein í Garyville, Louisiana. Þær stöðvar sem reistar voru fyrir þann tíma hafa þó breitt úr sér og stækkað á síðustu árum. Á síðustu árum hafa einnig óvenju margar olíuhreinsistöðvar í Bandaríkjunum lagt niður starfsemina (fleiri en 100 síðan á níunda áratugnum) og er það helst vegna úreldingar eða samruna fyrirtækja.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.