Hafsteinn Björnsson
Útlit
Hafsteinn Björnsson (30. október 1914 – 15. ágúst 1977) var íslenskur miðill.Hann fæddist að Syðri-Hofdölum í Viðvíkursveit i Skagafirði. Miðilsferill Hafsteins hófst þegar hann kom til Einars Kvarans á Sólvallagötu 3 á Hvítasunnudag árið 1937 en þar hélt hann sinn fyrsta miðilsfund.
Tvær bækur hafa komið út um skyggnigáfu Hafsteins. Þær eru Líf er að loknu þessu eftir Jónas Þorbergsson sem kom út árið 1962 og Miðillinn Hafsteinn Björnsson eftir Elínborgu Lárusdóttur sem kom út árið 1952. Árið 1972 gerðu dr. Erlendur Haraldsson og Ian Stevenson vísindalega tilraun á skyggnilýsingagáfu Hafsteins.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Ævar R. Kvaran, Hafsteinn Björnsson miðill 60 ára, Morgunn, 2. tölublað (01.12.1974), Blaðsíða 122
- Hvernig Hafsteinn komst í samband við Ameríska Sálarrannsóknarfélagið.
- Hafsteinn miðill
- Hafsteinn miðill (æviágrip)
- Vegagerðin á miðilsfundi, Morgunblaðið 22.08.1997
- Runki og Steini
- Á miðilsfundum hjá Hafsteini Tíminn, 17.11.1974
- Eitt prósent frá Kölska, Lesbók Morgunblaðsins 02.03.1969
- Hjartalagið ræður úrslitum, Lesbók Morgunblaðsins (09.03.1969)