Vigdís Grímsdóttir
Vigdís Grímsdóttir (f. 15. ágúst 1953) er íslenskur rithöfundur sem hefur sent frá sér ljóðabækur, smásagnasafn og skáldsögur. Hún hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir verk sín, þeirra á meðal Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1994 fyrir skáldsöguna Grandavegur 7, sem síðar var sett upp sem leikrit í Þjóðleikhúsinu. Hún hefur einnig verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Ævi
[breyta | breyta frumkóða]Foreldrar Vigdísar eru Grímur Helgason cand. mag og Hólmfríður Sigurðardóttir kennari. Vigdís lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1973 og stúdentsprófi frá sama skóla ári síðar, árið 1978 lauk hún BA prófi í íslensku og bókasafnsfræði frá Háskóla Íslands og árið 1982 lauk hún prófi í uppeldis- og kennslufræði frá Kennaraháskóla Íslands. 1984 til 1985 stundaði hún kandidatsnám í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands.
Vigdís starfaði sem kennari við Landakotsskóla 1974-1975 og við Flensborgarskóla í Hafnarfirði 1978-1990. Fyrsta bók hennar kom út árið 1983, það var smásagnasafnið Tíu myndir sem fjallar um þykjustuleiki og alvörudrauma.[1] Vigdís hefur sent frá sér fjölda ljóðabóka og skáldsagna. Hún skrifaði bók um ævi alþýðukonunnar Bíbíar Ólafsdóttur og var bókin tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2007. Þá hefur kvikmynd verið gerð eftir sögu hennar Kaldaljós.
Verk
[breyta | breyta frumkóða]Ljóð
[breyta | breyta frumkóða]Smásögur
[breyta | breyta frumkóða]- 1983 Tíu myndir úr lífi þínu, sögur um þykjustuleiki og alvörudrauma (Svart á hvítu)
- 1985 Eldur og regn (Fróði)
Skáldsögur
[breyta | breyta frumkóða]- 1987 Kaldaljós (Svart á hvítu)
- 1989 Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón (Iðunn)
- 1992 Stúlkan í skóginum (Iðunn)
- 1994 Grandavegur 7 (Iðunn)
- 1996 Z ástarsaga (Iðunn)
- 1998 Nætursöngvar (Iðunn)
- 2000 Þögnin (Iðunn)
- 2001 Frá ljósi til ljóss (Iðunn)
- 2002 Hjarta, tungl og bláir fuglar (JPV)
- 2003 Þegar stjarna hrapar (JPV)
- 2005 Þrenningin (JPV)
- 2011 Trúir þú á töfra? (JPV)
- 2015 Dísusaga: Konan með gulu töskuna (JPV)
- 2019 Systa: Bernskunnar vegna (Benedikt bókaútgáfa)
Endurminningar
[breyta | breyta frumkóða]Barnabækur
[breyta | breyta frumkóða]Þýdd verk
[breyta | breyta frumkóða]- 1997 Z: a Love Story
- 1998 Z: en kärlekshistoria
- 1997 Älskades länder
- 1997 Z - rakkaustarina
- 1995 Grandavägen 7
- 1995 Jag heter Ísbjörg, jag är ett lejon
- 1995 Kannastie 7
- 1995 Pigen i skoven
- 1994 Flickan i skogen
- 1994 Metsän tyttö
- 1993 Jeg hedder Ísbjörg, jeg er löve
- 1992 Nimeni on Ísbjörg, olen leijona
- 1990 "Vakna Törnrosa" í Sen dess har jag varit här hos er : 12 isländska noveller
- 1996 Je m'appele Ísbjörg, je suis lion
Viðurkenningar
[breyta | breyta frumkóða]Vigdís hlaut menningarverðlaun DV fyrir bókmenntir 1990 og 2001. Verðlaun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins 1992, Davíðspennann árið 1993, Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1995 og riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir ritstörf árið 1998.[1]
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]- Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs frá Íslandi
- Umfjöllun um Vigdísi á Bókmenntavefnum Geymt 8 desember 2007 í Wayback Machine