Charles Lindbergh

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Charles Lindbergh

Charles Augustus Lindbergh (4. febrúar 190226. ágúst 1974) (stundum kallaður „Slim“, „Lucky Lindy“ og „The Lone Eagle“) var bandarískur flugmaður, rithöfundur, uppfinningamaður, könnuður og stjórnmálafrömuður. Lindbergh flaug fyrstur manna yfir Atlantshafið einn síns liðs á eins hreyfils flugvélinni the Spirit of St. Louis. Ásamt Ameliu Earhart var Lindbergh brautryðjandi í sögu flugsins. Lindbergh hlaut mikla viðurkenningu í Bandaríkjunum fyrir afrek sín og annað starf í þágu flokksins. Hann var á tímabili orðaður við framboð til forseta Bandaríkjanna. Lindbergh var áberandi meðal Bandaríkjamanna sem voru andvígir þátttöku í seinni heimsstyrjöldinni. Franklin D. Roosevelt forseti leit stjórnmálaafskipti Lindberghs ekki vinsamlegum augum en sá síðarnefndi, sem var undir nokkrum áhrifum frá hugsuðum á borð við Oswald Spengler, viðraði meðal annars áhyggjur af framgöngu gyðinga í Bandaríkjunum, hugmyndir um æðri kynstofn og samúð í garð nasisma, en Lindbergh varð sæmdur einni æðstu orðu þriðja ríkisins, arnarkrossinum, árið 1938.