Ubuntu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Ubuntu
Ubuntu 11.04 (is).png
Ubuntu 11.04 (Natty Narwhal) á íslensku.
Fyrirtæki / Hönnuðir Canonical Ltd. / Ubuntu Foundation
Stýrikerfafjölskylda UNIX-legt
Source model Frjáls hugbúnaður
Fyrsta útgáfa 20. október 2004
Nýjasta útgáfa 15.10 Wily Werewolf (og 14.04 LTS (Long Term Support))/ 23. október 2014
Tungumál í boði Fleiri en 55 tungumál
Uppfærsluforrit APT
Pakkakerfi dpkg
Studd kerfi x86, AMD64, ARMv7
Kjarni Linux
Aðal skjáborðsumhverfi Unity (einnig KDE, GNOME, XFCE, LXDE o.fl.)
Leyfi Ýmis, aðalega GPL og GFDL
Vefsíða www.ubuntu.com

Ubuntu er fullbúið og ókeypis stýrikerfi sem byggir á GNU/Linux. Ubuntu miðar að því að vera ókeypis, frjálst og umfram allt notendavænt. Slagorð Ubuntu er á ensku Linux for human beings (lauslega þýtt sem „Linux fyrir fólk“ eða „Linux fyrir venjulegt fólk“, og vísar til þess hve auðvelt það er í notkun).

Ubuntu styðst við Unity-skjáborðið (sjá hliðarverkefni fyrir neðan) og er það sniðið að þörfum venjulegs notanda en Ubuntu fylgir vafrinn Mozilla Firefox, tölvupóstforritið Thunderbird og skrifstofuhugbúnaðurinn LibreOffice (afbrigði af OpenOffice.org). Ubuntu notfærir sér margt frá Debian-verkefninu eins og APT-pakkakerfið.

Ubuntu er vinsælasta tegund Linux stýrikerfa samkvæmt vefsíðunni DistroWatch.[1] Nýjasta útgáfa Ubuntu kallast Utopic Unicorn (14.10) kom út 23. október 2014 sem verður studd í styttri tíma (en fyrir lok stuðningstíma verður hægt að uppfæra í næstu útgáfu) en Trusty Tahr (14.04 LTS) sem kom út þar á undan – 17. apríl 2014. Svokallaðar "long-term support" (LTS) útgáfur þýða að uppfærslur eru gefnar út í fimm ár frá útgáfudegi þeirra. Nýjar LTS útgáfur koma út á tveggja ára fresti. Ef allar útgáfur eru taldar, ekki aðeins LTS, koma hins vegar út nýjar útgáfur með á hálfs árs fresti, í apríl og október.

Vel er hægt að nota útgáfur sem ekki eru LTS, en þar sem þær eru studdar í styttri tíma (og taka nýjungar fram yfir fínpússað og óbreytanlegt viðmót) ráðleggja margir frekar LTS til að þurfa sjaldnar að uppfæra milli útgáfa, sem þó er ókeypis. Margar breytingar koma inn í LTS koma inn ört, t.d. nýjar útgáfur af Firefox og öruggari breytingar.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta útgáfa Ubuntu kom út 20. október 2004 sem skammtímaverkefni eða rótarskot frá Debian GNU/Linux og var markmið verkefnisins að gefa út uppfærslu á hálfs árs fresti. Hugbúnaðarpakkar í Ubuntu byggja á Debian Unstable auk þess sem Ubuntu notar APT til að setja upp forrit líkt og Debian.

Frá og með Raring Ringtail (13.04) er uppfærslustuðningur útgáfa sem ekki eru LTS, nýju mánuðir (svo sú útgáfa er nú óstudd).

Útgáfur[breyta | breyta frumkóða]

Núverandi studdar útgáfur eru, sú nýjasta Utopic Unicorn (14.10) til Júlí 2015 og Trusty Tahr (14.04 LTS) til Apríl 2019, og eldri Precise Pangolin (12.04 LTS) til Apríl 2017. Lucid Lynx 10.04 LTS er nú aðeins studd á þjónum; til Apríl 2015.

Hliðarverkefni með önnur útlit[breyta | breyta frumkóða]

Ubuntu notaði upphaflega GNOME-sjáborðið. Nýrri útgáfur nota Unity sem er afbrigði af GNOME, þannig að sömu forrit sem virka fyrir annað hvort virka í hinu (og KDE, XFCE o.s.frv.). Hins vegar er útlitið og virknin sem snýr að notanda önnur. Hægt er að fá annað útlit og virkni með öðru skjáborði, og að einhverju leiti önnur forrit sem fylgja með sjálfgefið með því að velja önnur hliðarverkefni en Ubuntu. Þetta er hægt með því að velja hliðarverkefnið í upphafi, en líka er hægt að bæta viðkomandi skjáborði við eftirá og hafa val á milli eða jafnvel hreinsa það uppphaflega út.

Hliðarverkefni Ubuntu eru: Kubuntu, notar KDE, Ubuntu GNOME, notar GNOME og Xubuntu notar XFCE.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]