Ubuntu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Ubuntu
Ubuntu 11.04 (is).png
Ubuntu 11.04 (Natty Narwhal) á íslensku.
Fyrirtæki / Hönnuðir Canonical Ltd. / Ubuntu Foundation
Stýrikerfafjölskylda UNIX-legt
Source model Frjáls hugbúnaður
Fyrsta útgáfa 20. október 2004
Nýjasta útgáfa 14.04 LTS (Long Term Support)/ 17. apríl 2014
Tungumál í boði Fleiri en 55 tungumál
Uppfærsluforrit APT
Pakkakerfi dpkg
Studd kerfi x86, AMD64
Kjarni Linux
Aðal skjáborðsumhverfi Unity (einnig KDE, XFCE, LXDE o.fl.)
Leyfi Ýmis, aðalega GPL og GFDL
Vefsíða www.ubuntu.com

Ubuntu er fullbúið og ókeypis stýrikerfi sem byggir á GNU/Linux. Ubuntu miðar að því að vera ókeypis, frjálst og umfram allt notendavænt. Slagorð Ubuntu er á ensku Linux for human beings (lauslega þýtt sem „Linux fyrir fólk“ eða „Linux fyrir venjulegt fólk“, og vísar til þess hve auðvelt það er í notkun).

Ubuntu notfærir sér margt frá Debian-verkefninu eins og APT-pakkakerfið. Ubuntu styðst við GNOME-skjáborðið (hliðarverkefni Ubuntu; Kubuntu, notar KDE og Xubuntu notar XFCE) og er það sniðið að þörfum venjulegs notanda en Ubuntu fylgir vafrinn Mozilla Firefox, tölvupóstforritið Evolution og skrifstofuhugbúnaðurinn OpenOffice.org. Það kemur út ný útgáfa af Ubuntu á hálfs árs fresti, í apríl og október, og fylgir þannig útgáfuáætlun GNOME sem kemur einnig út á sex mánaða fresti (í mars og september).

Ubuntu er vinsælasta tegund Linux stýrikerfa samkvæmt vefsíðunni DistroWatch.[1] Nýjasta dreifing Ubuntu kallast Saucy Salamander (13.10). Svokallaðr "long-term support" (LTS) útgáfur, sú síðasta er Precise Pangolin (12.04 LTS) þýða að uppfærslur eru gefnar út í 5 ár frá útgáfudegi.

Frá og með Raring Ringtail (13.04) er uppfærslustuðningur útgáfa sem ekki eru LTS, nýju mánuðir (svo sú útgáfa er óstudd).

Næsta útgáfa Trusty Tahr (14.04 LTS) er komin út í "beta" en kemur formlega út 17. apríl 2014

Vel er hægt að nota útgáfur sem ekki eru LTS, en þar sem þær eru studdar í styttri tíma ráðleggja margir frekar LTS til að þurfa sjaldnar að uppfæra milli útgáfa, sem þó er ókeypis.

Saga[breyta]

Fyrsta útgáfa Ubuntu kom út 20. október 2004 sem skammtímaverkefni eða rótarskot frá Debian GNU/Linux og var markmið verkefnisins að gefa út uppfærslu á hálfs árs fresti. Hugbúnaðarpakkar í Ubuntu byggja á Debian Unstable auk þess sem Ubuntu notar APT til að setja upp forrit líkt og Debian.

Útgáfur[breyta]

Releases[breyta]

Version Code name Release date
4.10 Warty Warthog 2004-10-20
5.04 Hoary Hedgehog 2005-04-08
5.10 Breezy Badger 2005-10-13
6.06 LTS Dapper Drake 2006-06-01
6.10 Edgy Eft 2006-10-26
7.04 Feisty Fawn 2007-04-19
7.10 Gutsy Gibbon 2007-10-18
8.04 LTS Hardy Heron 2008-04-24
8.10 Intrepid Ibex 2008-10-30
9.04 Jaunty Jackalope 2009-04-23[2]
9.10 Karmic Koala[3] 2009-10-29[4]
10.04 LTS Lucid Lynx[5] 2010-04-29[6]
10.10 Maverick Meerkat 2010-10-10
11.04 Natty Narwhal 2011-04-28
11.10 Oneiric Ocelot 2011-10-13
12.04 LTS Precise Pangolin 2012-04-26
12.10 Quantal Quetzal 2012-10-18
13.04 Raring Ringtail 2013-04-25
13.10 Saucy Salamander 2013-10-17
14.04 LTS Trusty Tahr 2014-04-17

Tengt efni[breyta]

„Eftirlætisforrit“-valmyndin í Ubuntu Netbook Remix.

Tilvísanir[breyta]

Tenglar[breyta]