Fara í innihald

María Sigurðardóttir (leikkona)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

María Sigurðardóttir (f. 20. október 1954) er íslensk leikkona, leikstjóri og fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar.

María lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1983 og hefur síðan þá unnið við fjölda verkefna sem leikkona og leikstjóri jafnt í kvikmyndum sem leikhúsi. Hún hefur jafnframt starfað við kennslu í leiktúlkun, meðal annars við Listaháskóla Íslands. María hefur leikið í ýmsum sýningum hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Alþýðuleikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar og Þjóðleikhúsinu. Hún hefur á undanförnum tveimur áratugum leikstýrt yfir tuttugu leiksýningum áhugamanna, meðal annars hjá Leikfélagi Húsavíkur, Umf. Eflingu í Reykjadal og Freyvangsleikhúsinu.

Í Borgarleikhúsinu leikstýrði María Sex í sveit, Pétri Pan, Fegurðardrottningunni frá Línakri, Leitinni að vísbendingu að vitsmunalífi í alheiminum, Bláa herberginu, Öfugu megin uppí og söngleiknum Honk!. Hún leikstýrði Þjóni í súpunni í Iðnó og á Friðriki V á Akureyri árin 2008-2010, Sýndri veiði hjá Leikfélagi Íslands, Fífli í hófi hjá Sögn ehf. í Íslensku Óperunni, Hálsfesti Helenu hjá Þjóðleikhúsinu og Fló á skinni, Fúlum á móti og 39 þrep hjá Leikfélagi Akureyrar. María leikstýrði dans- og söngvamyndinni Regínu og heimildamyndunum Locomotion og My Family and Me. Hún hefur einnig starfað sem aðstoðarleikstjóri við yfir tíu íslenskar kvikmyndir, meðal annars Tár úr steini, Bíódaga, Djöflaeyjuna, Stikkfrí og Engla Alheimsins.

Ferill í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum

[breyta | breyta frumkóða]
Ár Kvikmynd/Þáttur Hlutverk Athugasemdir og verðlaun
1985 Skammdegi
1994 Bíódagar Kennari
2001 Regína! Leikstjóri
2002 Reykjavik Guesthouse: Rent a Bike Ingibjörg
2004 Áramótaskaupið 2004
  Þetta æviágrip sem tengist leikurum og Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.