Fara í innihald

Björn Gilsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Björn Gilsson (f. um 1100, d. 20. október 1162) var biskup á Hólum frá 1147 til dauðadags, 1162, eða í 15 ár.

Foreldrar Björns voru Gils Einarsson á Þverá (Munkaþverá) í Eyjafirði, og Þórunn Bjarnardóttir, sonardóttir Þorfinns karlsefnis á Reynistað. Bróðir Bjarnar og alnafni var Björn Gilsson (d. 1181), síðar ábóti á Munkaþverá.

Björn hefur líklega verið fæddur um 1100. Hann lærði hjá Teiti Ísleifssyni í Haukadal, syni Ísleifs Gissurarsonar biskups.

Björn var kjörinn Hólabiskup 1146 og var vígður af Áskatli erkibiskupi í Lundi 4. maí 1147. Hann virðist hafa haft góða stjórn á fjárhag biskupsstólsins. Árið 1155 gaf hann föðurleifð sína, Þverá í Eyjafirði, til munkaklausturs og heitir þar síðan Munkaþverá. Þar var klaustur af Benediktsreglu.

Björn Gilsson andaðist 20. október 1162.

  • Páll Eggert Ólason: Íslenskar æviskrár I.



Fyrirrennari:
Ketill Þorsteinsson
Hólabiskup
(11471162)
Eftirmaður:
Brandur Sæmundsson