Jóhann Eyfirðingur
Útlit
Jóhann Jónsson Eyfirðingur (26. apríl 1877 – 20. október 1959) var skipstjóri og síðar kaupmaður á Ísafirði. Jóhann fæddist að Hofi í Svarfaðardal. Hann stundaði sjómennsku 1892 til 1913 og var lengi formaður, fyrst í Eyjafirði og síðan í Bolungarvík. Hann flutti til Ísafjarðar árið 1917 og fékkst við verslun og útgerð.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- „Jóhann Eyfirðingur“, Sjómannablaðið Víkingur, 21 (11.-12. tbl.) (01.12.1959), blaðsíða 287