18. apríl
Útlit
Mar – Apríl – Maí | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | ||||
2024 Allir dagar |
18. apríl er 108. dagur ársins (109. á hlaupári) samkvæmt gregoríanska tímatalinu. 257 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 309 - Evsebíus varð páfi.
- 1244 - Kægil-Björn Dufgusson var drepinn af mönnum Kolbeins unga í Króksfirði.
- 1355 - Marino Faliero, hertogi í Feneyjum, var hálshöggvinn fyrir samsæri gegn Minnaráðinu.
- 1378 - Bartolomeo Prignano varð Úrbanus 6. páfi.
- 1518 - Bona Sforza var krýnd drottning Póllands og giftist Sigmundi 1.
- 1864 - Orrustunni við Dybbøl lauk með stórsókn Prússa.
- 1872 - Mikið tjón varð á Húsavík vegna jarðskjálfta og varð á annað hundrað manns húsnæðislaust.
- 1880 - Þingkosningar í Bretlandi: Frjálslyndi flokkurinn vann sigur og William Ewart Gladstone varð forsætisráðherra öðru sinni.
- 1903 - Húsið Glasgow í Reykjavík, sem var stærsta hús á Íslandi, brann til kaldra kola. Mannbjörg varð.
- 1906 - Mikill jarðskjálfti olli gífurlegum skemmdum í San Francisco í Bandaríkjunum. Eldar kviknuðu í kjölfarið og juku mjög á skemmdirnar. Fjöldi fólks fórst.
- 1944 - Hermann Jónasson tók við af Jónasi Jónssyni frá Hriflu sem formaður Framsóknarflokksins.
- 1949 - Írska lýðveldið var stofnað og Írar sögðu sig um leið úr Breska samveldinu.
- 1954 - Gamal Abdel Nasser komst til valda í Egyptalandi.
- 1955 - Bandung-ráðstefnan hófst í Indónesíu.
- 1971 - Magnús Torfi Ólafsson bar sigur úr býtum í spurningakeppni útvarpsins, Veistu svarið? Þremur mánuðum síðar var hann orðinn menntamálaráðherra.
- 1978 - Pol Pot fyrirskipaði innrás í Víetnam.
- 1980 - Ródesía fékk de jure sjálfstæði frá Bretlandi og breytti nafni sínu í Simbabve.
- 1983 - Sjónvarpsstöðin Disney Channel var stofnuð í Bandaríkjunum.
- 1983 - 63 létust í sprengjuárás á Bandaríska sendiráðið í Beirút.
- 1995 - Rox var fyrsta sjónvarpsþáttaröðin sem dreift var á netinu.
- 1996 - Qana-fjöldamorðin í Líbanon: Í það minnsta 106 líbanskir borgarar létu lífið er ísraelski herinn beitti sprengjum gegn byrgi SÞ nálægt Qana.
- 1996 - 163 létu lífið í eldsvoða á skemmtistaðnum Ozone Disco í Quezon-borg á Filippseyjum.
- 2005 - Hugbúnaðarrisinn Adobe Systems tilkynnti kaup sín á Macromedia.
- 2007 - Mikill bruni varð á horni Austurstrætis og Lækjargötu.
- 2007 - Vatnstjón varð þegar allt að 80 °C heitt vatn rann niður Vitastíg og þar út í átt að Snorrabraut um Laugaveg.
- 2007 - Nær 200 létust í röð árása í Bagdad.
- 2014 - 16 nepalskir fjallaleiðsögumenn fórust þegar snjóflóð féll í Everestfjalli nærri grunnbúðum Everest.
- 2015 - Hópar fólks réðust gegn erlendu verkafólki í Jóhannesarborg í Suður-Afríku.
- 2016 - Olíu- og gasvinnslusvæðið Golíatsvæðið í Noregshafi var formlega tekið í notkun.
- 2016 - Sænski ráðherrann Mehmet Kaplan sagði af sér eftir að í ljós kom að hann hafði haldið ramadan hátíðlegan með hátt settum meðlimi tyrknesku nýfasistasamtakanna Gráu úlfanna.
- 2018 - Mótmæli gegn breytingum á almannatryggingalögum hófust í Níkaragva. Talið er að 34 hafa fallið fyrir hendi lögreglu í mótmælunum.
- 2018 - Kvikmyndahús voru opnuð í Sádi-Arabíu í fyrsta sinn frá 1983. Fyrsta myndin sem sýnd var var Svarti pardusinn.
- 2018 - Geimferðastofnun Bandaríkjanna skaut rannsóknargervihnettinum Transiting Exoplanet Survey Satellite á loft.
- 2021 - Tólf knattspyrnufélög úr efstu deildum Evrópu samþykktu þátttöku í evrópskri ofurdeild. Ákvörðunin var víða fordæmd og mörg þeirra drógu stuðning sinn til baka nokkrum dögum síðar.
- 2022 - Orrustan um Donbas hófst í Úkraínu.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1480 - Lucrezia Borgia, ítölsk hertogaynja (d. 1519).
- 1590 - Akmeð 1. Tyrkjasoldán (d. 1617).
- 1605 - Giacomo Carissimi, ítalskt tónskáld (d. 1674).
- 1647 - Elias Brenner, finnskur listamaður (d. 1717).
- 1772 - David Ricardo, breskur hagfræðingur (d. 1823).
- 1854 - Louis Zöllner, danskur kaupmaður (d. 1945).
- 1858 - Clarence Darrow, bandarískur lögfræðingur (d. 1938).
- 1862 - Magnús Kristjánsson, íslenskur stjórnmálamaður (d. 1928).
- 1902 - Giuseppe Pella, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu (d. 1981).
- 1918 - Gabriel Axel, danskur kvikmyndaleikstjóri (d. 2014).
- 1920 - Ólafur Halldórsson, íslenskufræðingur (d. 2013).
- 1926 - Indriði G. Þorsteinsson, íslenskur rithöfundur (d. 2000).
- 1927 - Samuel P. Huntington, bandarískur stjórnmálafræðingur.
- 1932 - Nic Broca, belgískur teiknari (d. 1993).
- 1941 - Michael D. Higgins, forseti Írlands.
- 1944 - Robert Hanssen, bandarískur njósnari.
- 1947 - James Woods, bandariskur leikari.
- 1959 - Ingibjörg Jónsdóttir, íslenskur myndlistarmaður.
- 1961 - Élisabeth Borne, forsætisráðherra Frakklands.
- 1964 - Niall Ferguson, breskur sagnfræðingur.
- 1971 - David Tennant, skoskur leikari.
- 1972 - Eli Roth, bandarískur kvikmyndaleikstjóri.
- 1972 - Lars Christiansen, danskur handknattleiksmaður.
- 1976 - Melissa Joan Hart, bandarísk leikkona.
- 1979 - Kourtney Kardashian, bandarísk athafnakona.
- 1984 - America Ferrera, bandarísk leikkona.
- 1990 - Wojciech Szczęsny, pólskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1244 - Kægil-Björn Dufgusson, liðsmaður.Sturlunga.
- 1756 - Jacques Cassini, franskur stjörnufræðingur (f. 1677).
- 1873 - Justus von Liebig, þýskur efnafræðingur (f. 1803).
- 1878 - Thomas Thomson, skoskur grasafræðingur (f. 1817).
- 1922 - Þórunn Jónassen, kvenréttindakona og bæjarfulltrúi í Reykjavík (f. 1850).
- 1955 - Albert Einstein, austurrískur eðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1879).
- 1958 - Thora Friðriksson, íslenskur rithöfundur (f. 1866).
- 2002 - Thor Heyerdahl, norskur mannfræðingur og landkönnuður (f. 1914).
- 2004 - Ratu Sir Kamisese Mara, fyrsti forsetisráðherra Fiji og forseti Fiji (f. 1920).
- 2013 - Storm Thorgerson, bandarískur hönnuður (f. 1944).