Gamal Abdel Nasser

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Gamal Abdel Nasser
جمال عبد الناصر
Stevan Kragujevic, Gamal Abdel Naser u Beogradu, 1962.jpg
Forseti Egyptalands
Í embætti
14. janúar 1956 – 28. september 1970
Persónulegar upplýsingar
Fædd(ur)

15. janúar 1918

Alexandría, Egyptalandi
Dáin(n)

28. september 1970

Kaíró, Egyptalandi
Stjórnmálaflokkur Arabíska sósíalistabandalagið
Maki Tahia Kazem
Börn 5
Starf Herforingi, stjórnmálamaður
Undirskrift

Gamal Abdel Nasser Hussein (arabíska: جمال عبد الناصر; einnig Jamal Abd an-Nasr)‎ (15. janúar 191828. september 1970) var annar forseti Egyptalands á eftir Muhammad Naguib og er af mörgum talinn einn helsti leiðtogi araba frá upphafi. Hann var einn helsti málsvari arabískrar þjóðernishyggju á 6. og 7. áratug síðustu aldar þar sem helsta áherslan var á samstöðu araba, ekki hvað síst gegn erkióvini þeirra Ísrael.

Nasser leiddi byltingu gegn konungsstjórn Egyptalands árið 1952 og gerðist í kjölfarið annar forseti Egyptalands frá 1956 til dauðadags. Árið eftir byltinguna kom Nasser á stórtækum umbótum í landeignarrétti. Eftir að meðlimur Múslimabræðralagsins reyndi að koma honum fyrir kattarnef árið 1954 lét Nasser handtaka meðlimi þess, setti Muhammad Naguib forseta í stofufangelsi og tók sjálfur við forsetaembætti eftir þjóðaratkvæðagreiðslu í júní árið 1956.

Vinsældir Nassers í Egyptalandi og arabaheiminum öllum fóru á flug eftir að hann þjóðnýtti Súesskurðinn og vann pólitískan sigur gegn Bretum og Frökkum í Súesdeilunni sem fylgdi í kjölfarið. Aukinn stuðningur við arabísku þjóðernishyggjuna sem hann boðaði leiddi til þess að Egyptaland og Sýrland voru sameinuð í Sameinaða arabalýðveldið undir forsæti Nassers frá 1958 til 1961. Árið 1962 hóf Nasser ýmsar umbætur og nútímavæðingu í sósíalískum anda í Egyptalandi. Nasser hóf annað kjörtímabil sitt sem forseti árið 1965 eftir að andstæðingum hans var bannað að bjóða sig fram. Eftir ósigur Egyptalands gegn Ísrael í sex daga stríðinu árið 1967 sagði Nasser af sér en sneri fljótt aftur til valda þegar fjöldasamkomur mótmælanda fóru fram á að hann sæti áfram sem forseti. Árið 1968 hafði Nasser skipað sjálfan sig forsætisráðherra, hafið nýtt stríð gegn Ísrael til að endurheimta glötuð landsvæði, byrjað að afstjórnmálavæða egypska herinn og hafið ýmsar frjálslyndisumbætur. Eftir lok ráðstefnu Arababandalagsins árið 1970 fékk Nasser hjartaáfall og dó. Fimm milljónir syrgjenda sóttu jarðarför hans í Kaíró og allur arabaheimurinn vottaði samúð sína.

Nasser er enn mjög virtur meðal araba, sérstaklega fyrir viðleitni sína til að koma á samfélagsréttlæti og samstöðu araba, nútímavæðingu og andstöðu við heimsvaldshyggju. Forsetatíð hans spannaði einnig menningarlegt blómaskeið á Egyptalandi og mikil iðnaðarstórvirki eins og byggingu Aswan-stíflunnar og Helwan-borgar. Gagnrýnendur Nassers benda hins vegar á gerræðislegt stjórnarfar hans, mannréttindabrot og á yfirráð hersins yfir borgaralegum stofnunum.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


Fyrirrennari:
Muhammad Naguib
Forseti Egyptalands
(19561970)
Eftirmaður:
Anwar Sadat