1378
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1378 (MCCCLXXVIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Björn Þorbjarnarson varð lögmaður sunnan og austan.
- Runólfur Magnússon varð ábóti í Þykkvabæjarklaustri.
Fædd
Dáin
- Sigurður Guðmundsson lögmaður á Svalbarði.
- (líklega) Ásgrímur Jónsson, ábóti í Helgafellsklaustri.
- (líklega) Erlendur Halldórsson, príor í Möðruvallaklaustri.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 9. apríl - Eftir dauða Gregoríusar páfa XI kom til óeirða í Róm þar sem þess var krafist að Rómverji yrði kosinn páfi til að tryggja að páfastóll yrði um kyrrt í borginni en Gregoríus hafði flutt sig þangað frá Avignon ári fyrr. Bartolomeo Prignano, erkibiskup í Bari (Ítali en þó ekki Rómverji), var kjörinn páfi sem Úrban VI.
- 20. apríl - Frönsku kardínálarnir ásamt fleirum sem voru óánægðir með kjör Úrbans VI og afstöðu hans kusu Klement VII sem mótpáfa. Hann settist að í Avignon og kaþólska kirkjan var klofin næstu áratugina.
- Frakkland, Aragónía, Kastilía og Leon, Kýpur, Búrgund, Savoja, Napólí og Skotland viðurkenna Klement VII mótpáfa en Danmörk, Noregur, Svíþjóð, England, Írland, Flæmingjaland, Heilaga rómverska ríkið, Ungverjaland, Norður-Ítalía og Pólland kjósa að lúta Úrban VI.
- Júlí - Uppreisn kembaranna í Flórens.
- 29. nóvember - Venseslás tekur við sem keisari hins Heilaga rómverska ríkis af föður sínum, Karli 4.
Fædd
- 31. desember - Kalixtus III páfi (d. 1458).
- (líklega) Jón Gerreksson, sænskur biskup í Skálholti (d. 1433).
Dáin
- 6. febrúar - Jóhanna af Bourbon, Frakklandsdrottning (f. 1338).
- 26. mars - Gregoríus XI páfi.
- 29. nóvember - Karl 4., keisari hins Heilaga rómverska ríkis (f. 1316).