Fara í innihald

Lucrezia Borgia

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Málverk eftir Bartolomeo Veneziano frá því um 1470/80 sem gæti verið af Lucreziu Borgia.

Lucrezia Borgia (18. apríl 148024. júní 1519) var óskilgetin dóttir Rodrigo Borgia sem síðar varð Alexander 6. páfi og Vanozza dei Cattanei sem var kráarrekandi í Róm. Bróðir hennar var hinn illræmdi Cesare Borgia sem varð táknmynd machiavellískra stjórnarhátta og þeirrar spillingar sem einkenndi páfadóm endurreisnartímans. Lucrezia var efni sögusagna um glæpi föður hennar og bróður, en of lítið er vitað um líf hennar í raun til að slá nokkru föstu um þátttöku hennar í þeim. Hún giftist þremur valdamiklum mönnum sem allir voru liður í að auka völd Borgia-ættarinnar; Giovanni Sforza, Alfonso af Aragon og Alphonso d'Este fursta í Ferrara. Sem hertogaynja í Ferrara naut hún mikillar virðingar og lifði af fall ættarinnar eftir lát föður síns. Hún lést úr barnsförum.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.