Ingibjörg Jónsdóttir (myndlistarmaður)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Ingibjörg Jónsdóttir (fædd í Reykjavík 18. apríl 1959) er íslenskur myndlistamaður. Ingibjörg útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn og Mexíkó og lærði þar vefnað og skúlptúr. Hún hefur haldið einkasýningar og átt verk á sýningum hér heima, í Evrópu og Bandaríkjunum.

Verk og innsetningar Ingibjargar vísa til hugmynda manna og upplifunar af tíma og rými, en sækja efni og aðferðir í heim vefnaðar. Ingibjörg hefur skýrt starf sitt sem tilraunir, rannsóknir og könnunarleiðangra í fellingar tímans og að einn aðaltilgangurinn sé sá að fá vefinn til að hljóma í samtímanum.

Dæmi um innsetningar hennar er verkið „Samsíða heimar“, tilbrigði við kenningar eðlisfræðinnar um strengjafræði. Innsetningin er byggð upp af 27.000 vefnaðarspólum, sumum þökktum þráðum sem draga í sig ljós og gefa frá sér í myrkri og öðrum sem endurvarpa ljósi við beina geislun. Verkið er síbreytilegt eftir birtunni sem umlykur það hverju sinni og hefur því margar birtingarmyndir.