David Ricardo

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
David Ricardo

David Ricardo (18. apríl 1772 í London á Englandi11. september 1823) var breskur stjórnmálafræðingur og hagfræðingur af portúgölskum gyðingaættum. Honum er oft eignaður heiðurinn á því að hafa kerfisbundið hagfræðina en hann var ásamt þeim Thomasi Malthus og Adam Smith einn áhrifamesti hagfræðingur sögunnar. Ricardo var einnig viðskiptamaður, fjárfestir og auðmaður.

Jarðrenta[breyta | breyta frumkóða]

Works, 1852

Ricardo kom fyrstur orðum að því sem að aðrir höfðu ef til vill veitt athygli að framboð á landi, það er jörðum héldist nokkur nveginn fast. Þess vegna væri það þannig að þegar eftirspurn á landi eykst þá hækkaði verðið og öfugt. Þar sem þessi verðbreyting verður án nokkurs vinnuframlags af hálfu eiganda jarðarinnar kallaði hann þetta jarðrentu. Seinna meir átti bandarískur hagfræðingur, Henry George, eftir að veita þessu athygli og leggja til að jarðir yrðu skattlagðar með sérstökum auðlindaskatt.

Hlutfallslegir yfirburðir[breyta | breyta frumkóða]

Ein helsta hugmynd Ricardos leit að hlutfallslegum yfirburðum (e. comparative advantage) í verkaskiptingu. Þá er átt við að sökum náttúrulegra orsakna, til dæmis gena eða misjafnri dreifingu náttúruauðlinda, hentar það mismunandi einstaklingum að sérhæfa sig á því sviði þar sem framleiðni þeirra er sem mest.

Þetta gæti virst sjálfgefið við fyrstu sín en á 18. öld var Ricardo fyrstur til að yfirfæra þessa hugmynd yfir á þjóðhagfræði. Til dæmis að þar sem Íslendingar hafa gjöful fiskimið og Spánverjar framleiða mikið af víni væri það hagkvæmt að Íslendingar slepptu framleiðslu víns og Spánverjar einbeittu sér frekar að því en að veiða og viðskipti þjóðanna á milli séu til þess að báðar hefðu gnótt af hvoru.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.