Fara í innihald

Michael D. Higgins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Michael D. Higgins
Michael D. Higgins árið 2021.
Forseti Írlands
Núverandi
Tók við embætti
11. nóvember 2011
ForsætisráðherraEnda Kenny
Leo Varadkar
Micheál Martin
Simon Harris
ForveriMary McAleese
Persónulegar upplýsingar
Fæddur18. apríl 1941 (1941-04-18) (83 ára)
Limerick, Írlandi
ÞjóðerniÍrskur
StjórnmálaflokkurVerkamannaflokkurinn (1968–2011)
Óflokksbundinn (frá 2011)
MakiSabina Coyne (g. 1974)
TrúarbrögðKaþólskur
Börn4
HáskóliNUI Galway
Háskólinn í Indiana
Háskólinn í Manchester
Undirskrift
Vefsíðapresident.ie

Michael Daniel Higgins (f. 18. apríl 1941) er írskur stjórnmálamaður sem hefur verið forseti Írlands frá árinu 2011. Higgins er jafnframt ljóðskáld, félagsfræðingur og útvarpsmaður.[1] Hann sat á neðri deild írska þingsins fyrir kjördæmið Vestur-Galway og var menningarmálaráðherra Írlands frá 1993 til 1997.[2] Higgins var formaður Verkamannaflokksins frá 2003 til 2011 en hann sagði af sér því embætti eftir að hann var kjörinn forseti Írlands það ár.[3][4]

Michael D. Higgins fæddist í Limerick á Írlandi. Faðir hans var áfengissjúkur og átti við ýmis heilsuvandamál að stríða og því ákvað móðir Michaels að senda hann í fóstur til frænda síns, sem var bóndi. Systur Michaels voru áfram hjá foreldrum þeirra í Limerick.

Higgins nam við háskólann Saint Flannan í Ennis, í írska þjóðarháskólanum í Galway, í Háskólanum í Indiana og loks í Háskólanum í Manchester. Á námsárum sínum hóf Higgins þátttöku í stjórnmálum og var forseti stúdentasambandsins í Galway-háskóla frá 1964 til 1965. Hann kenndi jafnframt áfanga í stjórnmálafræði við skólann.

Higgins talar oft írsku.

Forseti Írlands (2011–)

[breyta | breyta frumkóða]

Þann 19. júní árið 2011 vann Higgins útnefningu þingmanna Verkamannaflokksins til að gerast frambjóðandi þeirra í forsetakosningunum sem haldnar voru síðar sama ár.[5] Hann hafði lýst yfir vilja til að bjóða sig fram í september árið áður og keppti um tilnefninguna við tvo aðra frambjóðandur: Fergus Finley, formann góðgerðasamtakanna Barnardo's, og fyrrum þingkonuna Kathleen O'Meara.

Í forsetakosningunum hlaut Higgins 56,8 % atkvæða í lokatalningunni og sigraði mótframbjóðandann Seán Gallagher. Í fyrri umferð hafði Higgins hlotið 39,6 % atkvæða, ellefu prósentum meira en Gallagher. Higgins var því kjörinn forseti og varð fyrsti forseti Írlands úr Verkamannaflokknum.

Í sigurræðu sinni eftir kosningarnar, sem Higgins byrjaði og lauk á írsku, fullvissaði hann Íra um að hann myndi vera „forseti allrar þjóðarinnar“ og sagði sig um leið úr Verkamannaflokknum þar sem „forsetaembættið [væri] óflokksbundin stofnun“. Higgins var svarinn í embætti forseta þann 11. nóvember 2011 í Dyflinnarkastala

Þann 8. apríl árið 2014 þáði Higgins heimboð til Elísabetar 2. Bretadrottningar í Windsor-kastala. Þetta var í fyrsta skipti sem forseti Írlands fór í opinbera heimsókn til Bretlands.[6]

Higgins bauð sig fram til annars kjörtímabils árið 2018 og vann stórsigur með 56 % atkvæða í fyrstu umferð. Frambjóðandinn í öðru sæti, Peter Casey, hlaut aðeins 23%.[7] Higgins hóf annað kjörtímabil sitt formlega þann 11. nóvember 2018.[8]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Jennifer O'Leary (28. október 2011). „Who is Michael D Higgins?“ (enska). BBC News. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. október 2011. Sótt 22. júlí 2019.
  2. „Michael D. Higgins“ (enska). Oireachtas Members Database. Sótt 22. júlí 2019.
  3. „Higgins declared president elect with one million votes“ (enska). The Irish Times. 29. október 2011. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. október 2011. Sótt 22. júlí 2019.
  4. „Michael D. Higgins wins Irish presidential election“ (enska). The Daily Telegraph. 31. maí 2011. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. október 2011. Sótt 22. júlí 2019.
  5. „Michael D Higgins wins Labour Áras nomination“ (enska). Radio Telefís Éireann. 19. júní 2011. Sótt 22. júlí 2019.
  6. Florentin Collomp (10. apríl 2014). „Visite historique du président irlandais à Londres“ (franska). Le Figaro. Sótt 22. júlí 2019.
  7. Harry McGee (29. október 2018). „Higgins begins preparations for second term after landslide victory“ (enska). The Irish Times. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. október 2018. Sótt 22. júlí 2019.
  8. „Michael D Higgins inauguerated for seccond term“ (enska). RTÉ News. 11. nóvember 2018. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. nóvember 2018. Sótt 22. júlí 2019.


Fyrirrennari:
Mary McAleese
Forseti Írlands
(11. nóvember 2011 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti