Michael D. Higgins
Michael D. Higgins | |
---|---|
Forseti Írlands | |
Núverandi | |
Tók við embætti 11. nóvember 2011 | |
Forsætisráðherra | Enda Kenny Leo Varadkar Micheál Martin Simon Harris |
Forveri | Mary McAleese |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 18. apríl 1941 Limerick, Írlandi |
Þjóðerni | Írskur |
Stjórnmálaflokkur | Verkamannaflokkurinn (1968–2011) Óflokksbundinn (frá 2011) |
Maki | Sabina Coyne (g. 1974) |
Trúarbrögð | Kaþólskur |
Börn | 4 |
Háskóli | NUI Galway Háskólinn í Indiana Háskólinn í Manchester |
Undirskrift | |
Vefsíða | president.ie |
Michael Daniel Higgins (f. 18. apríl 1941) er írskur stjórnmálamaður sem hefur verið forseti Írlands frá árinu 2011. Higgins er jafnframt ljóðskáld, félagsfræðingur og útvarpsmaður.[1] Hann sat á neðri deild írska þingsins fyrir kjördæmið Vestur-Galway og var menningarmálaráðherra Írlands frá 1993 til 1997.[2] Higgins var formaður Verkamannaflokksins frá 2003 til 2011 en hann sagði af sér því embætti eftir að hann var kjörinn forseti Írlands það ár.[3][4]
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Michael D. Higgins fæddist í Limerick á Írlandi. Faðir hans var áfengissjúkur og átti við ýmis heilsuvandamál að stríða og því ákvað móðir Michaels að senda hann í fóstur til frænda síns, sem var bóndi. Systur Michaels voru áfram hjá foreldrum þeirra í Limerick.
Higgins nam við háskólann Saint Flannan í Ennis, í írska þjóðarháskólanum í Galway, í Háskólanum í Indiana og loks í Háskólanum í Manchester. Á námsárum sínum hóf Higgins þátttöku í stjórnmálum og var forseti stúdentasambandsins í Galway-háskóla frá 1964 til 1965. Hann kenndi jafnframt áfanga í stjórnmálafræði við skólann.
Higgins talar oft írsku.
Forseti Írlands (2011–)
[breyta | breyta frumkóða]Þann 19. júní árið 2011 vann Higgins útnefningu þingmanna Verkamannaflokksins til að gerast frambjóðandi þeirra í forsetakosningunum sem haldnar voru síðar sama ár.[5] Hann hafði lýst yfir vilja til að bjóða sig fram í september árið áður og keppti um tilnefninguna við tvo aðra frambjóðandur: Fergus Finley, formann góðgerðasamtakanna Barnardo's, og fyrrum þingkonuna Kathleen O'Meara.
Í forsetakosningunum hlaut Higgins 56,8 % atkvæða í lokatalningunni og sigraði mótframbjóðandann Seán Gallagher. Í fyrri umferð hafði Higgins hlotið 39,6 % atkvæða, ellefu prósentum meira en Gallagher. Higgins var því kjörinn forseti og varð fyrsti forseti Írlands úr Verkamannaflokknum.
Í sigurræðu sinni eftir kosningarnar, sem Higgins byrjaði og lauk á írsku, fullvissaði hann Íra um að hann myndi vera „forseti allrar þjóðarinnar“ og sagði sig um leið úr Verkamannaflokknum þar sem „forsetaembættið [væri] óflokksbundin stofnun“. Higgins var svarinn í embætti forseta þann 11. nóvember 2011 í Dyflinnarkastala
Þann 8. apríl árið 2014 þáði Higgins heimboð til Elísabetar 2. Bretadrottningar í Windsor-kastala. Þetta var í fyrsta skipti sem forseti Írlands fór í opinbera heimsókn til Bretlands.[6]
Higgins bauð sig fram til annars kjörtímabils árið 2018 og vann stórsigur með 56 % atkvæða í fyrstu umferð. Frambjóðandinn í öðru sæti, Peter Casey, hlaut aðeins 23%.[7] Higgins hóf annað kjörtímabil sitt formlega þann 11. nóvember 2018.[8]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Jennifer O'Leary (28. október 2011). „Who is Michael D Higgins?“ (enska). BBC News. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. október 2011. Sótt 22. júlí 2019.
- ↑ „Michael D. Higgins“ (enska). Oireachtas Members Database. Sótt 22. júlí 2019.
- ↑ „Higgins declared president elect with one million votes“ (enska). The Irish Times. 29. október 2011. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. október 2011. Sótt 22. júlí 2019.
- ↑ „Michael D. Higgins wins Irish presidential election“ (enska). The Daily Telegraph. 31. maí 2011. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. október 2011. Sótt 22. júlí 2019.
- ↑ „Michael D Higgins wins Labour Áras nomination“ (enska). Radio Telefís Éireann. 19. júní 2011. Sótt 22. júlí 2019.
- ↑ Florentin Collomp (10. apríl 2014). „Visite historique du président irlandais à Londres“ (franska). Le Figaro. Sótt 22. júlí 2019.
- ↑ Harry McGee (29. október 2018). „Higgins begins preparations for second term after landslide victory“ (enska). The Irish Times. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. október 2018. Sótt 22. júlí 2019.
- ↑ „Michael D Higgins inauguerated for seccond term“ (enska). RTÉ News. 11. nóvember 2018. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. nóvember 2018. Sótt 22. júlí 2019.
Fyrirrennari: Mary McAleese |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |