Jimmy Wales

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Jimmy Wales árið 2008
Jimmy Wales 2014 on CeBIT Global Conferences, Wikipedia Zero

Jimmy Donal Wales, einnig kunnur sem Jimbo Wales (fæddur 7. ágúst 1966) er bandarískur Internet-frumkvöðull, helst þekktur af starfi sínu að margvíslegum verkefnum tengdum wiki-hugmyndinni. Þar á meðal eru Wikipedia, Wikimedia Foundation og fyrirtækið Wikia Inc..

Menntun[breyta | breyta frumkóða]

Wales lærði viðskiptafræði og hefur mastersgráðu í þeim fræðum. Hann hóf nám að doktorsgráðu í sömu efnum en hefur ekki lokið henni enn.

Starfsferill[breyta | breyta frumkóða]

Wales auðgaðist af áhættuviðskiptum tengdum gengissveiflum og segist hafa átt hugmyndauppkast að margtyngdu vefbundnu alfræðiriti á árinu 1999, sem var þó of hægvirkt til að koma að gagni. Árið eftir setti hann á stofn alfræðiritið Nupedia sem varð forveri Wikipedia. Hann réð Larry Sanger sem aðalritstjóra Nupedia og alls urðu til 24 greinar af hennar hálfu.

Wikipedia og Wikimedia stofnunin[breyta | breyta frumkóða]

Eftir að Larry Sanger setti fram hugmynd um að nota Wiki til að búa til alfræðirit fékk Jimmy Wales hann til að hefjast handa undir sinni stjórn. Í kjölfarið var Wikipedia verkefninu ýtt úr vör.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist