Bruce Dickinson

Paul Bruce Dickinson (fæddur 7. ágúst 1958 í Worksop, Nottinghamshire) er enskur söngvari, tónlistarmaður, flugstjóri og athafnamaður. Hann er þekktastur sem söngvari þungarokkhljómsveitarinnar Iron Maiden.
Dickinson hóf feril sinn á knæpum á 8. áratugnum þegar hann var í skóla í Sheffield og London. Árið 1979 gekk hann til liðs við þungarokkssveitina Samson og tók upp tvær plötur með þeim. Árið 1981 gekk hann í Iron Maiden eftir að hljómsveitin rak söngvarann Paul Di'Anno. Dickinson var með Maiden til 1993 þegar hann hóf sólóferil. Hann gekk aftur í Maiden árið 1999.
Utan tónlistar er hann þekktur fyrir að vera flugmaður og flaug hann fyrir Astraeus Airlines (sem gerðu samning við Iceland Express). Hann hefur keppt í skylmingum og lenti t.d. í 13. sæti af 31 í skylmingum öldunga árið 2025. [1]
Árið 2017 gaf hann út sjálfsævisöguna What Does This Button Do?. Við það tilefni kom hann til Íslands. Dickinson er tvíkvæntur og á 3 börn með seinni konu sinni.
Sólóplötur
[breyta | breyta frumkóða]- Tattooed Millionaire (1990)
- Balls to Picasso (1994)
- Skunkworks (1996)
- Accident of Birth (1997)
- The Chemical Wedding (1998)
- Tyranny of Souls (2005)
- The Mandrake Project (2024)
Samson
[breyta | breyta frumkóða]- Survivors (1979)
- Head On (1980)
- Shock Tactics (1981)
- Live at Reading 1981 (1990)
Byggt á
[breyta | breyta frumkóða]
- Fyrirmynd greinarinnar var „Bruce Dickinson“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 6. nóv. 2018.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Iron Maidens Bruce Dickinson competetes in european veterans 2025 fencing tournament Blabbermouth.net, sótt 19. janúar, 2025