Fara í innihald

Bruce Dickinson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dickinson (2003).

Paul Bruce Dickinson (fæddur 7. ágúst 1958 í Worksop, Nottinghamshire) er enskur söngvari, tónlistarmaður, flugstjóri og athafnamaður. Hann er þekktastur sem söngvari þungarokkhljómsveitarinnar Iron Maiden.

Dickinson hóf feril sinn á knæpum á 8. áratugnum þegar hann var í skóla í Sheffield og London. Árið 1979 gekk hann til liðs við þungarokkssveitina Samson og tók upp tvær plötur með þeim. Árið 1981 gekk hann í Iron Maiden eftir að hljómsveitin rak söngvarann Paul Di'Anno. Dickinson var með Maiden til 1993 þegar hann hóf sólóferil. Hann gekk aftur í Maiden árið 1999.

Utan tónlistar er hann þekktur fyrir að vera flugmaður og flaug hann fyrir Astraeus Airlines (sem gerðu samning við Iceland Express)

Árið 2017 gaf hann út sjálfsævisöguna Does This Button Do?. Við það tilefni kom hann til Íslands.

Dickinson er tvíkvæntur og á 3 börn með seinni konu sinni.

Sólóplötur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Tattooed Millionaire (1990)
  • Balls to Picasso (1994)
  • Skunkworks (1996)
  • Accident of Birth (1997)
  • The Chemical Wedding (1998)
  • Tyranny of Souls (2005)
  • The Mandrake Project (2024)
  • Survivors (1979)
  • Head On (1980)
  • Shock Tactics (1981)
  • Live at Reading 1981 (1990)
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.