Andrés Indriðason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Andrés Indriðason (fæddur 7. ágúst 1941 í Reykjavík) er íslenskur barna- og unglingabókahöfundur.

Æska og menntun[breyta | breyta frumkóða]

Foreldrar hans voru Indriði Jóhannsson lögregluþjónn og Jóna Kristófersdóttir. Andrés stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi árið 1963. Hann stundaði síðar nám í ensku við Háskóla Íslands. Hann stundaði nám í kvikmyndagerð í Danmörku á árunum 1965-1966.

Störf[breyta | breyta frumkóða]

Andrés starfaði sem enskukennari á árunum 1963-1965 og sem blaðamaður á Morgunblaðinu. Þegar Sjónvarpið var stofnað árið 1965 hóf Andrés vinnu þar við dagskrágerð og starfaði þar til 1985. Eftir það hefur Andrés aðallega helgað sig ritstörfum. Bækur hans hafa verið gefnar út í Þýskalandi, Austurríki, Sviss og Danmörku. Andrés var upphafsmaður þáttanna Gettu betur, sem eru eitt vinsælasta sjónvarpsefni RÚV frá upphafi.

Ritverk[breyta | breyta frumkóða]

Barna-og unglingabækur[breyta | breyta frumkóða]

 • Lyklabarn (1979)
 • Polli er ekkert blávatn (1981)
 • Viltu byrja með mér (1982)
 • Fjórtán bráðurm fimmtán (1983)
 • Töff týpa á föstu (1984)
 • Bara stælar (1985)
 • Elsku barn (1985)
 • Þar var skræpa (1985)
 • Enga stæla (1986)
 • Með stjörnur í augum (1986)
 • Stjörnustælar (1987)
 • Upp á æru og trú (1987)
 • Alveg milljón (1988)
 • Ég veit hvað ég vil (1988)
 • Sólarsaga (1989)
 • Sprelligosar (1989)
 • Manndómur (1990)
 • Mundu mig ég man þig (1990)
 • Bestu vinir (1991)
 • Allt í besta lagi (1992)
 • Tröll eru bestu skinn (1993)
 • Bara okkar á milli (1994)
 • Bara við tvö (1994)
 • Líf í tuskunum (1994)
 • Gallagripir (1995)
 • ævintýralegt samband (1997)
 • Eins og skugginn (1998)
 • Jólasveinninn minn (2006)

Sviðsverk[breyta | breyta frumkóða]

Útvarpsleikrit[breyta | breyta frumkóða]

Kvikmyndahandrit og sjónvarpshandrit[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.