Fara í innihald

Rabindranath Tagore

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rabindranath Tagore (1909)

Rabindranath Tagore (bengalska: রবীন্দ্রনাথ ঠাকুর, 7. maí 18617. ágúst 1941) var bengalskt skáld, rithöfundur, tónlistarmaður og myndlistarmaður sem hafði gríðarlega mikil áhrif á bengalskar bókmenntir og tónlist. Hans frægasta verk var Gitanjali og fyrir það hlaut hann bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1913, fyrstur höfunda utan Evrópu.

Nokkrar bækur eftir Tagore hafa komið út í íslenskri þýðingu. Ljóðfórnir (Gitanjali) kom út 1919 og Farfuglar 1922, báðar þýddar af Magnúsi Á. Árnasyni. Árið 1961 kom út bókin Skáld ástarinnar: endurminningar, ljóð, leikrit, erindi, þýdd af Sveini Víkingi, og árið 1964 kom út ljóðabókin Móðir og barn í þýðingu Gunnars Dal.

  Þetta æviágrip sem tengist bókmenntum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.