Flugslysið í Skerjafirði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Flugslysið á Skerjafirði var flugslys sem varð 7. ágúst 2000 er Cessna T210L Centurion II flugvél, TF-GTI, á vegum Leiguflugs Ísleifs Ottesen með sex manns innanborðs hrapaði í sjóinn í Skerjafirði.[1]

Flugvélin var í farþegaflugi frá Vestmannaeyjaflugvelli til Reykjavíkurflugvallar með gesti af þjóðhátíð. Vélin var við það að snerta flugbrautina og lenda þegar flugmaðurinn fékk skipun frá flugturni um að hætta við þar sem önnur flugvél var á flugbrautinni. Flugmaðurinn hækkaði þá flugið og ætlaði að taka annan hring. Flugvélin var komin í um 500 feta flughæð þegar hreyfillinn missti afl og stöðvaðist. Örstuttu síðar skall vélin í sjóinn, brotnaði og sökk á um sex metra dýpi með alla innanborðs. Einn farþeganna lést á slysstað en hinum ásamt flugmanninum var bjargað í land en með litlu lífsmarki. Flugmaðurinn og einn farþeganna voru úrskurðaðir látnir skömmu eftir komuna á sjúkrahús og annar farþegi lést nokkrum dögum síðar. Tveir farþeganna lifðu slysið af, en mikið slasaðir, og létust innan árs.[2]

Í skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa var talið að orsök slyssins hafi verið skortur á eldsneyti til hreyfilsins.[3]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Fimm látnir og þrír í lífshættu eftir slys helgarinnar". Morgunblaðið. 9. agúst 2000. Skoðað 23. maí 2018.
  2. Erla Björg Gunnarsdóttir 1. agúst 2015, „Fimmtán ár frá flugslysinu í Skerjafirði". Vísir.is. Skoðað 23. maí 2018.
  3. „Flugslysið í Skerjafirði". Morgunblaðið. 30. mars 2001. Skoðað 23. maí 2018.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]