Téténía
Jump to navigation
Jump to search
Téténía er sjálfstjórnarlýðveldi í norðurhluta Kákasusfjalla í Rússlandi. Höfuðborg þess er Grosní.
Landfræði[breyta | breyta frumkóða]
Téténía liggur í norðurhluta Kákasusfjalla og skiptist í 14 héruð, 5 bæi og 4 aðra þéttbýliskjarna. Bæirnir fimm eru:
- Grosní (Грозный) með 210.720 íbúa (2002)
- Urus-Martan (Урус-Мартан) með 55.000 íbúa (áætlun 2005)
- Šali (Шали) með 40.356 íbúa (2002)
- Gudermes (Гудермес) með 33.756 íbúa (2002)
- Argun (Аргун) með 25.698 íbúa (2002)
Téténía liggur milli Georgíu, Dagestan, Ingúsjetíju, Norður-Ossetíu og Stavropol.