Fara í innihald

Jay-Z

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jay-Z
Jay-Z árið 2011
Fæddur
Shawn Corey Carter

4. desember 1969 (1969-12-04) (54 ára)
Önnur nöfn
 • The Carter Administration
 • Jigga
 • Hova
 • El Presidente
 • HOV[1]
Störf
 • Rappari
 • lagahöfundur
 • hljómplötuframleiðandi
 • athafnamaður
 • útgáfustjóri
 • fjölmiðlaeigandi
Ár virkur1986–í dag[2][3][4]
StofnunShawn Carter Foundation
Titill
 • Stofnandi 40/40 Club og Roc Nation
 • Meðstofnandi Rocawear og Reform Alliance
 • Stjórnarformaður Project Panther Bidco
Stjórn
MakiBeyoncé (g. 2008)
Börn3
Tónlistarferill
Stefnur
HljóðfæriRödd
Útgefandi
Meðlimur í
Áður meðlimur í
 • The Commission
 • High Potent
 • Murder Inc.
 • The Throne[6]
Vefsíðalifeandtimes.com

Shawn Corey Carter (f. 4. desember 1969), betur þekktur undir sviðsnafninu Jay-Z, er bandarískur rappari og athafnamaður. Hann hefur verið nefndur besti rappari allra tíma af útgáfum eins og Billboard.[7][8] Hann hefur verið spilað stóran þátt í velgengni tónlistarfólks eins og Kanye West, Rihanna og J. Cole. Hann er stofnandi og stjórnarformaður Roc Nation og var forseti og framkvæmdastjóri Def Jam Recordings frá 2004 til 2007.[9]

Jay-Z er fæddur og uppalinn í New York borg og hóf tónlistarferil sinn þar seint á níunda áratugnum. Hann var meðstofnandi í plötuútgáfunni Roc-A-Fella Records árið 1995 og gaf út sína fyrstu breiðskífu Reasonable Doubt árið 1996. Platan sló í gegn og festi í sessi veru hans í tónlistariðnaðinum.[10] Hann hefur síðan gefið út tólf plötur til viðbótar, þar á meðal margrómuðu plöturnar The Blueprint (2001), The Black Album (2003), American Gangster (2007) og 4:44 (2017).[11][12] Hann hefur einnig gefið út samstarfsplöturnar Watch the Throne (2011) með Kanye West og Everything Is Love (2018) með eiginkonu sinni, Beyoncé.

Í gegnum fyrirtækjarekstur sinn varð Jay-Z fyrsti hipphopp tónlistarmaðurinn til að verða milljarðamæringur árið 2019.[13][14] Árið 1999 stofnaði hann fataverslunina Rocawear og árið 2004 stofnaði hann lúxus sportbar-keðjuna 40/40 Club.[15] Bæði fyrirtækin hafa vaxið og orðið margra milljóna dollara fyrirtæki og þau gerðu honum kleift að stofna Roc Nation árið 2008. Árið 2015 keypti hann tæknifyrirtækið Aspiroand og tók við tónlistarstreymisveitu þeirra Tidal.[16][17] Árið 2020 setti hann Monogram á markað, línu af kannabisvörum.[18] Frá og með 2023 er hann ríkasti tónlistarmaður í heimi með nettóvirði 2,5 milljarða Bandaríkjadala.[19]

Jay-Z er einn af söluhæstu tónlistarmönnum heims, með yfir 140 milljónir plötur seldar og hefur unnið til 24 Grammy-verðlauna, flest verðlaun allra rappara ásamt Kanye West. Jay-Z á einnig metið fyrir flestar plötur (14) frá sólóflytjanda sem hafa náð efsta sæti á bandaríska Billboard 200 vinsældalistanum.[20][21] Meðal verðlauna sem hann hefur unnið eru forsetaverðlaun NAACP, Primetime Emmy-verðlaun, Sports Emmy-verðlaun auk þess að hann hefur verið tilnefndur til Tony-verðlauna. Billboard og Rolling Stone hafa nefnt hann sem einn af 100 bestu tónlistarmönnum allra tíma.[22][23] Hann var fyrsti rapparinn sem var heiðraður í Songwriters Hall of Fame og fyrsti lifandi rapparinn sem var tekinn inn í Rock and Roll Hall of Fame.[24][25] Árið 2013 útnefndi Time tímaritið hann sem einn af 100 áhrifamestu einstaklingum heimsins.[26]

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

 • Reasonable Doubt (1996)
 • In My Lifetime, Vol. 1 (1997)
 • Vol. 2... Hard Knock Life (1998)
 • Vol. 3... Life and Times of S. Carter (1999)
 • The Dynasty: Roc La Familia (2000)
 • The Blueprint (2001)
 • The Blueprint2: The Gift & the Curse (2002)
 • The Black Album (2003)
 • Kingdom Come (2006)
 • American Gangster (2007)
 • The Blueprint 3 (2009)
 • Magna Carta Holy Grail (2013)
 • 4:44 (2017)

Samstarfsplötur[breyta | breyta frumkóða]

Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

 • Streets Is Watching (1998)
 • Backstage (2000)
 • State Property (2002)
 • Paper Soldiers (2002)
 • Paid in Full (2002, framleiðandi)
 • Fade to Black (2004)
 • The Great Gatsby (2013, aðalframleiðandi)
 • Made in America (2013, heimildarmynd)
 • Annie (2014, framleiðandi)
 • Rest in Power: The Trayvon Martin Story (2018, aðalframleiðandi)
 • Teddy (2023, aðalframleiðandi)

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „The Carter Administration“. Discogs (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 26. maí 2019. Sótt 19. febrúar 2020.
 2. „Jay-Z“. Rock and Roll Hall of Fame. Sótt 15. nóvember 2021.
 3. Bandini (18. júní 2015). „Jay Z's First Record Ever Was in 1986…And It Was Not Hawaiian Sophie. Take a Listen (Audio)“. Ambrosia For Heads. Sótt 15. nóvember 2021.
 4. Jake Paine (2020-02-8-08). „Jaz-O Discusses The Record That He & JAY-Z Released In 1986 (Video)“. Ambrosia For Heads. Sótt 15. nóvember 2021.
 5. „Jay-Z, as photographed during a promotional shoot for the London-based Northwestside Records“. Instagram. 10. október 2020.
 6. McIntyre, Hugh. „Kanye West Has Announced A New Supergroup -- Here's A Look At His Past Duos And Groups“. Forbes (enska). Sótt 23. apríl 2022.
 7. Lamarre, Carl; Mitchell, Gail; Murphy, Keith; Saponara, Michael; Thomas, Datwon; Elibert, Mark; Diep, Eric; Ketchum III, William E.; Mamo, Heran (8. febrúar 2023). „50 Greatest Rappers of All Time“. Billboard (bandarísk enska). Sótt 7. apríl 2023.
 8. „JAY-Z's Influence And Legacy, As Told By 44 Artists And Industry Elite (Digital Cover)“. Vibe (enska). 27. janúar 2018. Sótt 31. ágúst 2020.
 9. „Jay-Z Named Def Jam President/CEO“. Billboard. 8. desember 2004. Sótt 7. apríl 2023.
 10. „250: Jay-Z, Reasonable Doubt“. Rolling Stone. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. júní 2012. Sótt 28. júlí 2012.
 11. „252: Jay-Z, The Blueprint“. Rolling Stone. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. júní 2012. Sótt 28. júlí 2012.
 12. „349: Jay-Z, The Black Album“. Rolling Stone. 31. maí 2009. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. ágúst 2013. Sótt 26. ágúst 2013.
 13. „Jay-Z is worth $1 billion — see how the rapper-turned-mogul makes and spends his fortune“. Business Insider. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. ágúst 2020. Sótt 3. júní 2019.
 14. O'Malley Greenburg, Zach (3. júní 2019). „Artist, Icon, Billionaire: How Jay-Z Created His $1 Billion Fortune“. Forbes. Afrit af uppruna á 3. júní 2019. Sótt 3. júní 2019.
 15. Chevalier, Michel (2012). Luxury Brand Management. Singapore: John Wiley & Sons. ISBN 978-1-118-17176-9.
 16. Sisario, Ben (13. mars 2015). „Jay Z Buys the Music Streaming Firm, Aspiro“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Afrit af uppruna á 8. september 2019. Sótt 14. mars 2020.
 17. Flanagan, Andrew; Hampp, Andrew (30. mars 2015). „It's Official: Jay Z's Historic Tidal Launches with 16 Artist Stakeholders“. Billboard. Afrit af uppruna á 2. apríl 2019. Sótt 13. janúar 2019. „Jay-Z's ambitious entrance into the streaming music business, which came as a surprise to industry observers, debuted Monday (March 30) at an event at New York's James A. Farley Post Office in Herald Square.“
 18. Holland, Fahiemah Al-Ali,Frank (10. desember 2020). „Billionaire Jay-Z becomes the latest cultural influencer to launch his own cannabis brand“. CNBC (enska). Sótt 11. desember 2020.
 19. „Jay-Z is now worth $2.5 billion—Warren Buffett once said 'he's the guy to learn from'. CNBC. 27. mars 2023.
 20. „A Quick Look at Why Lil Wayne's 'Top 5 Rappers of All Time' List Is Accurate AF“. The Source. 25. apríl 2018. Afrit af uppruna á 24. september 2019. Sótt 18. febrúar 2020.
 21. „Jay-Z and Kanye West Conquer Albums Chart with 'Watch the Throne'. Rap-Up.com. 17. ágúst 2011. Afrit af uppruna á 4. janúar 2016. Sótt 28. desember 2012.
 22. „Billboard – Music Charts, Music News, Artist Photo Gallery & Free Video“. Billboard. Afrit af uppruna á 13. september 2010. Sótt 16. júní 2018.
 23. „100 Greatest Artists: Jay-Z“. Rolling Stone. 2011. Afrit af uppruna á 24. september 2015. Sótt 29. nóvember 2012.
 24. Coscarelli, Joe (22. febrúar 2017). „Jay Z to Be the First Rapper in the Songwriters Hall of Fame“. The New York Times (enska). Afrit af uppruna á 20. september 2018. Sótt 20. september 2018.
 25. Arnold, Chuck (12. maí 2021). „Jay-Z leads Rock & Roll Hall of Fame inductees — among some head-scratchers“. New York Post (bandarísk enska). Sótt 12. maí 2021.
 26. Bloomberg, Michael (18. apríl 2013). „Jay Z: The World's 100 Most Influential People“. Time (bandarísk enska). ISSN 0040-781X. Sótt 27. febrúar 2022.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Jay-Z“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 18. júní 2023.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]