The Observer

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

The Observer er breskt blað sem gefið er út á sunnudögum. Það er systurblað The Guardian, sem keypti það árið 1993. The Observer tekur frjálslynda afstöðu í flestum málum eins og systurblaðið. Það er heimsins elsta sunnudagsblað.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

W.S. Bourne gaf fyrsta tölublaðið út 4. desember 1791 og var það fyrsta sunnudagsblað í heimi. Hann bjóst við að dagblaðið yrði tekjuöflunarleið fyrir sig en þess í stað komst hann í 1.600 punda skuld. Árið 1794 reyndi hann að selja andstæðingum ríkisstjórnarinnar blaðið en tókst það ekki. Þá bauð bróðir Bournes ríkistjórninni blaðið en boðið var afþakkað. Hins vegar féllst stjórnin á að veita blaðinu nokkurn styrk gegn því að geta haft áhrif á ritstjórnarstefnu þess. Fyrir vikið tók blaðið stöðu gegn róttæklingjum á borð við Thomas Paine, Francis Burdett og Joseph Priestley.

Ritstjórar[breyta | breyta frumkóða]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

teikning af dagblaði  Þessi dagblaðs eða tímaritagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.