Fara í innihald

Kirkjuþingið í Trentó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kirkjuþingið í Trentó á málverki eftir Pasquale Cati frá 1588.

Kirkjuþingið í Trentó var kirkjuþing innan kaþólsku kirkjunnar haldið í Trentó á Ítalíu sem þá var höfuðborg Kirkjufurstadæmisins Trentó innan Heilaga rómverska ríkisins. Þingið stóð frá 13. desember 1545 til 4. desember 1563. Á þessum tíma voru haldnir 25 fundir, fyrst átta í Trentó, síðan þrír í Bologna undir stjórn Páls 3., og síðan fimm í Trentó undir stjórn Júlíusar 3. og að lokum níu undir stjórn Píusar 4. í Trentó.

Kirkjuþingið í Trentó var mikið umbótaþing sem mótaði svar kaþólsku kirkjunnar við siðbót Lúthers. Það markar endalok miðaldakirkjunnar og upphafið að gagnsiðbótinni.