Jón hlaupari
Útlit
Jón Guðmundur Hvammdal Guðlaugsson (3. apríl 1926 – 4. desember 2016) betur þekktur sem Jón „hlaupari“ var íslenskur frjálsíþróttamaður. Árið 1968 var hann fyrsti Íslendingurinn sem hljóp löglegt maraþonhlaup, áður hafði maraþonhlaup verið hlaupið en taldist ekki löglegt þar eð tvo kílómetra vantaði upp á.
Sumarið 1975 hljóp Jón 200 sjómílur sem er um 370 km. [1] Hann lauk hlaupinu á tæpri viku en heildarhlaupatími hans var rúmlega 37 klukkustundir. Tilefni hlaupsins var útfærsla landhelginnar í 200 sjómílur.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Morgunblaðið 24. nóv 1977 og 28. okt 1975 og Tíminn 19. marz 1976“.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- „Viðtal Ásgríms Arnar Halldórssonar við Jón“. Sótt 30. júlí 2004.