12. apríl
Útlit
Mar – Apríl – Maí | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | ||||
2024 Allir dagar |
12. apríl er 102. dagur ársins (103. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 263 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 238 - Orrustan um Karþagó (238): Herlið Maximinusar réðist inn í Afríku frá Númidíu ásamt Legio III Augusta. Gordíanus 2. var drepinn eftir 36 daga umsátur og Gordíanus 1. hengdi sig með belti sínu.
- 467 - Anthemius varð keisari Rómar.
- 1529 - Friðrik 1. Danakonungur skipaði Dietrich van Bramstedt hirðstjóra á Íslandi.
- 1540 - Lokið var við prentun Nýja testamentisins í þýðingu Odds Gottskálkssonar. Það er fyrsta prentaða bók sem vitað er um á íslensku.
- 1554 - María af Guise varð ríkisstjóri Skotlands.
- 1606 - Stóra Bretland tók upp breska sambandsfánann Union Jack eftir að Skotland og England gengu í konungssamband.
- 1665 - Fyrsta dauðsfallið vegna Plágunnar miklu var skráð í London.
- 1861 - Fyrstu átökin í bandaríska borgarastríðinu hófust með árás sunnanmanna á Sumtervirki í Suður-Karólínu.
- 1912 - Farþegaskipið Titanic, sem aldrei átti að sökkva, lagði upp í sína fyrstu og einu ferð. Skipið sökk þrem dögum seinna eftir árekstur við borgarísjaka.
- 1919 - Átján manns fórust í snjóflóðum við Siglufjörð og síldarverksmiðja gjöreyðilagðist.
- 1927 - Íþróttafélagið Völsungur var stofnað á Húsavík.
- 1927 - Sameinað konungsríki Stóra-Bretlands og Írlands varð Sameinað konungsríki Stóra-Bretlands og Norður-Írlands.
- 1930 - Útvegsbanki Íslands var stofnaður.
- 1931 - Knattspyrnufélagið Haukar var stofnað í Hafnarfirði.
- 1940 - Bretar hernámu Færeyjar.
- 1945 - Franklin D. Roosevelt lést í embætti og Harry S. Truman tók við sem 33. forseti Bandaríkjanna.
- 1947 - Íslenska tónlistarútgáfan Íslenzkir tónar var stofnuð í Reykjavík.
- 1952 - Vélbáturinn Veiga sökk við Vestmannaeyjar. Tveir menn fórust en sex björguðust í gúmmíbjörgunarbát. Þetta var í fyrsta sinn sem slíkur bátur var notaður hér við land.
- 1953 - Menntaskólinn á Laugarvatni varð sjálfstæður menntaskóli. Hann var fyrsti menntaskólinn í dreifbýli á Íslandi.
- 1961 - Júrí Gagarín varð fyrsti maðurinn til að fara út í geiminn.
- 1974 - Rithöfundasamband Íslands var stofnað upp á nýtt sem stéttarfélag íslenskra rithöfunda.
- 1980 - Samuel Kanyon Doe framdi valdarán í Líberíu.
- 1981 - Geimskutlu var skotið á loft í fyrsta sinn (Columbia).
- 1982 - Kvikmyndin Sóley var frumsýnd í Reykjavík.
- 1983 - Yasser Arafat heimsótti Olof Palme í Stokkhólmi þrátt fyrir mótmæli frá Ísrael.
- 1984 - Ítalski stjórnmálaflokkurinn Lega Lombarda var stofnaður.
- 1985 - 18 Spánverjar létust í sprengjutilræði á vegum Samtakanna heilagt stríð á veitingastað nálægt Madrid á Spáni.
- 1986 - Fjölbrautaskóli Suðurlands verður fyrsti sigurvegari í Spurningakeppni framhaldsskólanna.
- 1987 - V. P. Singh, varnarmálaráðherra Indlands, sakaði Bofors um að hafa greitt 145 milljónir sænskra króna í mútur vegna vopnasölu til Indlands.
- 1988 - Poppsöngvarinn Sonny Bono var kjörinn borgarstjóri í Palm Springs í Kaliforníu.
- 1992 - Eurodisney-skemmtigarðurinn var opnaður. Síðar var nafni hans breytt í Disneyland Paris.
- 2003 - Kjósendur í Ungverjalandi samþykktu inngöngu í Evrópusambandið.
- 2010 - Rannsóknarnefnd Alþingis birti skýrslu um aðdraganda og orsakir hrunsins í níu bindum.
- 2011 - Gyrðir Elíasson hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir smásagnasafnið Milli trjánna.
- 2012 - Uppreisnarhermenn í Gíneu-Bissá tóku sitjandi forseta og forsetaframbjóðanda höndum í miðri kosningabaráttu.
- 2012 - Albanar skutu fimm Makedóna til bana utan við Skopje. Morðin leiddu til uppþota og átaka milli þjóðarbrota í Makedóníu.
- 2020 – OPEC-ríkin samþykktu að skera olíuframleiðslu niður um 9,7 milljón tunnur á dag frá 1. maí.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1116 - Ríkissa af Póllandi, drottning Svíþjóðar og hertogaynja af Minsk (d. eftir 1156).
- 1573 - Kristín af Holstein-Gottorp, Svíadrottning, kona Karls 9. (d. 1625).
- 1577 - Kristján 4. Danakonungur (d. 1648).
- 1892 - Ása Guðmundsdóttir Wright, íslenskur hjúkrunarfræðingur (d. 1971).
- 1936 - Hörður Tulinius, íslenskur körfuknattleiksmaður (d. 1989).
- 1941 - Sigríður Þorvaldsdóttir, íslenskur leikstjóri og leikari.
- 1942 - Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku.
- 1947 - Tom Clancy, bandarískur rithöfundur.
- 1947 - David Letterman, bandarískur sjónvarpsmaður.
- 1948 - Joschka Fischer, þýskur stjórnmálamaður.
- 1953 - Niklas Rådström, sænskur rithöfundur.
- 1955 - Viktor Arnar Ingólfsson, íslenskur spennusagnahöfundur.
- 1956 - Herbert Groenemeyer, þýskur söngvari.
- 1961 - Lisa Gerrard, áströlsk tónlistarkona.
- 1962 - Katsuhiro Kusaki, japanskur knattspyrnumaður.
- 1967 - Shinkichi Kikuchi, japanskur knattspyrnumaður.
- 1971 - Nicholas Brendon, bandarískur leikari.
- 1972 - Friðrik Friðriksson, íslenskur leikari.
- 1990 - Hiroki Sakai, japanskur knattspyrnumaður.
- 1991 - Ryota Morioka, japanskur knattspyrnumaður.
- 1997 - Brynjar Snær Grétarsson, íslenskur körfuknattleiksmaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 352 - Júlíus 1. páfi.
- 1167 - Karl Sörkvisson, Svíakonungur (f. 1130).
- 1555 - Jóhanna Kastilíudrottning, kona Filippusar 1. (f. 1479).
- 1817 - Charles Messier, franskur stjörnufræðingur (f. 1730).
- 1878 - William M. Tweed, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1823).
- 1945 - Franklin D. Roosevelt, Bandaríkjaforseti (f. 1882).
- 1946 - Teizo Takeuchi, japanskur knattspyrnumaður (f. 1908).
- 1995 - Pétur J. Thorsteinsson, íslenskur sendiherra (f. 1917).
- 2005 - Richard Popkin, bandarískur heimspekisagnfræðingur (f. 1923).
- 2019 - Georgia Engel, bandarísk leikkona (f. 1948).