Fara í innihald

Ása Guðmundsdóttir Wright

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ása Wright 1963
Ása Wright heima í Trinidad 1963

Ása Guðmundsdóttir Wright (fædd 12. apríl 1892, dáin 6. febrúar 1971) var fædd að Laugardælum í Árnessýslu og voru foreldrar hennar Arndís Jónsdóttir og Guðmundur Guðmundsson héraðslæknir þar og síðar í Stykkishólmi. Arndís móðir hennar var dóttir Jóns Péturssonar, eins af Víðivallabræðrum, og systir Sturlubræðra. Ása hélt ung til Englands þar sem hún lærði hjúkrun. Hún giftist breskum lögfræðingi, Henry Newcombe Wright að nafni.. Þau bjuggu fyrst í London en fluttu svo til Cornwall. og í desember 1945 fluttu þau fluttu til Karíbahafsins á búgarð inn í frumskógi í Trínidad. Maður Ásu dó í desember 1955. Þar stofnaði Ása náttúruverndarsvæði sem ber nafn hennar. Hún ræktaði þar meðal annars flóðsvín.