Ása Guðmundsdóttir Wright

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Ása Guðmundsdóttir Wright (fædd 12. apríl 1892, dáin 6. febrúar 1971) var fædd að Laugardælum í Árnessýslu og voru foreldrar hennar Arndís Jónsdóttir og Guðmundur Guðmundsson héraðslæknir þar og síðar í Stykkishólmi. Arndís móðir hennar var dóttir Jóns Péturssonar, eins af Víðivallabræðrum, og systir Sturlubræðra. Ása hélt ung til Englands þar sem hún lærði hjúkrun. Hún giftist breskum manni og bjó í Cornwall en þau fluttu seinna til Karíbahafsins á búgarð inn í frumskógi í Trínidad. Þar stofnaði Ása náttúruverndarsvæði sem ber nafn hennar. Hún ræktaði þar meðal annars flóðsvín.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]