Fara í innihald

William M. Tweed

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
William M. Tweed

William Magear Tweed (3. apríl 182312. apríl 1878) einnig þekktur sem "Boss" Tweed var bandarískur stjórnmálamaður sem stýrði stjórnmálavél Demókrataflokksins sem kölluð var Tamary-hringurinn. Tweed var á hátindi ferils síns þriðji stærsti landeigandi í New York-borg, forstjóri Erie járnbrautafélagsins, stjórnandi Tenth National Bank, forstjóri New-York Printing Company, eigandi Metropolitan Hotel og stór hluthafi í járnnámum og gasfyrirtækjum, hann var í stjórn Harlem Gas Light Company, í stjórn the Third Avenue Railway Company í stjórn Brooklyn Bridge Company og forseti the Guardian Savings Bank.

Tweet var kosinn á fulltrúadeild Bandaríkjaþings árið 1852 og í borgarráð New York árið 1858 en það ár varð hann höfuðpaur í Tamary-hringnum. Hann var einnig kosinn á fykisþing New York árið 1867. Áhrif Tweed komu hins vegar fyrst og fremst í gegnum nefndir og ráð og stjórnir sem hann sat í og hvernig hann stýrði gegnum Tamary hringinn og tryggði sér liðsinni kjósenda með því að hygla þeim með vinnu sem hann bjó til og með því að eyða í verkefni tengd New York borg. Tweed var dæmdur árið 1899 fyrir fyrir fjársvik og fyrir að draga að sér óhemjumikið fé frá skattgreiðendum í New York borg, fjársvik hans voru áætluð milli $25 milljónir og $45 milljónir en hafa seinna verið áætluð allt að $200 milljónir. Tweed strauk úr fangelsi en náðist aftur og lést í Ludlow Street fangelsinu.

Í Skírni 01.01.1874 er svohljóðandi grein um sakamálið gegn Tweed:

Í haust var loks kveðinn upp dómur í sakamálinu gegn William Tweed, höfuðpauranum í bófasamkundu þeirri, er Tammanyhringur nefndist (sjá Skírni 1872. 165. bls.). Hann hafði haft undir höndum stórmikið fje, en borgin New York átti, en stolið því úr sjálfs síns hendi; hafði hann og þeir fjelagar hans rakað saman á þann hátt og með ýmsum klækjura öðrum ógrynni fjár á fám árum. Sakirnar, er bornar voru á Tweed, voru eigi færri en 204, og þó bjuggust margir við, að kviðurinn mundi lýsa hann sýknan. Hefir annað eins borið við í Ameríku, ef nóg fje hefir verið annars vegar. En hjer ljet kviðurinn sín eigi freista, og var Tweed dæmdur í 12 ára tukthúsvinnu og 12,000 dollara sekt.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Skírnir, 01.01.1874“.