Fara í innihald

Fáni Bretlands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Union Jack)
Hlutföll: 3:5
Hlutföll: 1:2

Breski fáninn er þjóðfáni Bretlands. Núverandi hönnun fánsins var tekin í notkun við sameiningu Írlands og Stóra-Bretlands árið 1801. Á ensku er fáninn kallaður „Union Flag“ eða „Union Jack“. Fáninn samanstendur af rauðum krossi sankti Georgs (verndardýrlings Englands), með hvítum brúnum, settum yfir krossi Heilags Patreks (verndardýrlings Írlands), sem eru báðir settir yfir krossi Heilags Andrésar (verndardýrlings Skotlands).

Réttu hlutföll fánsins eru 3:5. Hins vegar notar breski sjóherinn hlutföll 1:2.[1][2][3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Union Flag: approved designs“. College of Arms. Sótt 9. október 2021. „For the avoidance of doubt and the sake of convenience, Garter King of Arms, under the authority of the Earl Marshal, has approved two versions of the Union flag as being accurate representations suitable for use. These are of the proportions 5:3, commonly flown on land; and 2:1, commonly flown at sea.“
  2. „United Kingdom Flag | Free official image and info | UK Flag Registry“. The Flag Institute (bresk enska). Sótt 9. október 2021. „The flag is 3:5 on land and 1:2 at sea.“
  3. „UK Flag Protocol | Free online guide | With illustrations“. The Flag Institute (bresk enska). Sótt 9. október 2021. „The normal proportions for the national flags of the United Kingdom are 3:5 on land, but ensigns are customarily made in proportion 1:2“