Harry S. Truman

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Harry S. Truman

Harry S. Truman (8. maí 188426. desember 1972) var 33. forseti Bandaríkjanna og gegndi embætti frá 1945 til 1953. Truman tók við af Franklin D. Roosevelt eftir andlát hans. Truman tók við stjórnartaumunum á mjög viðkvæmum tímapunkti, undir lok Síðari Heimsstyrjaldarinnar. Hann er þekktur fyrir að koma Marshall áætluninni af stað til þess að endurbyggja efnahag Vestur-Evrópu. Efnahagur Bandaríkjanna var sá öflugasti í heimi en efnahagir annarra heimsvelda voru í lamasessi eftir hildarleik stríðsátaka. Truman varð kunnur fyrir Truman-kennisetninguna í utanríkisstefnu Bandaríkjanna, sem hann setti fyrst fram í ræðu 12. mars 1947 en hún mælti fyrir um að Bandaríkin myndu beita sér fyrir því að takmarka útbreiðslu kommúnisma með ráðum og dáðum. Þessi tímapunktur er af sumum talinn marka upphaf kalda stríðsins. Í samræmi við kennisetninguna samþykkti Bandaríkjaþing að styrkja Grikkland og Tyrkland bæði efnahagslega og með hergögnum í þeirri von að kommúnistar kæmust ekki til valda. Þeim varð að ósk sinni þar eð bæði Grikkir og Tyrkir gerðust aðilar að Norður-Atlantshafsbandalaginu (NATO) árið 1952. NATO var einmitt stofnað í apríl 1949 og voru Bandaríkin og Ísland á meðal stofnaðila.


Fyrirrennari:
Franklin D. Roosevelt
Forseti Bandaríkjanna
(1945 – 1953)
Eftirmaður:
Dwight D. Eisenhower
Fyrirrennari:
Henry A. Wallace
Varaforseti Bandaríkjanna
(1945 – 1945)
Eftirmaður:
Alben W. Barkley


  Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.