Hörður Tulinius

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Hörður Tulinius
Upplýsingar
Fullt nafn Hörður Tulinius
Fæðingardagur 12. apríl 1936(1936-04-12)
Fæðingarstaður    Konungsríkið Ísland
Dánardagur    21. ágúst 1989
Dánarstaður    Akureyri, Ísland


Hörður Tulinius (f. 12. apríl 1936 - d. 21. ágúst 1989) var íslenskur körfuknattleiksdómari og íþróttamaður.

Íþróttaferill[breyta | breyta frumkóða]

Hörður lék körfubolta til fjölda ára, meðal annars með ÍKF[1], KA[2] og ÍBA. Vorið 1956 keppti hann með ÍBA í efstu deild karla þar sem ÍBA tapaði öllum fimm leikjum sínum. Íþróttafélag stúdenta kærði hins vegar framkvæmd mótsins til ÍSÍ og varð niðurstaðan sú að endurtaka átti mótið. Mótið var endurtekið í desember sama ár en ÍBA treysti sér þá ekki til að senda lið til leiks.[1] Árið 1959 keppti hann með óformlegu landsliði Íslands á móti stjörnuliði frá Bandaríkjunum.[3][4]

Dómaraferlill[breyta | breyta frumkóða]

Hörður byrjaði að dæma árið 1968 og varð einn þekktasti dómarinn í íslenskum körfuknattleik.[5] Árið 1974 varð hann annar íslendingurinn til að fá réttindi alþjóðadómara, á eftir Kristbirni Albertssyni,[6] og dæmdi hann fjölda landsleikja í kjölfarið.[7]

Seinni hluta tímabilsins 1981-1982 var Hörður ekki settur á neina leiki í tveimur efstu deildum karla[8][5], þrátt fyrir að vera einn reyndasti dómari landsins, þar sem liðum á suðursvæðinu þótti of dýrt að borga ferða- og gistikostnað fyrir hann frá Akureyri þar sem hann var búsettur.[9]

Hans síðasti opinberi leikur var viðureign Hauka og Njarðvíkur í bikarúrslitum karla árið 1986.[10]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Skapti Hallgrímsson (2001). Leikni framar líkamsburðum. Körfuknattleikssamband Íslands. bls. 41, 42, 53. ISBN 9979-60-630-4.
  2. „K. A. varð Ak.-meistari í körfuknattleik 1958". Dagur. 14. mars 1986. Skoðað 27. júlí 2018.
  3. „Tveir Akureyringar í „landsliðið"". Íslendingur. 27. febrúar 1959. Skoðað 27. júlí 2018.
  4. „Glæsileg frammistaða íslenzku körfuknattleiksliðanna í keppni við bandarísku liðin". Alþýðublaðið. 5. mars 1959. Skoðað 27. júlí 2018.
  5. 5,0 5,1 „Þykir Hörður ekki hæfur?". Tíminn. 27. nóvember 1981. Skoðað 27. júlí 2018.
  6. „Hörður komst í gegn!". Vísir. 29. júní 1974. Skoðað 27. júlí 2018.
  7. „Hef ekki nákvæma tölu á landsleikjunum". Dagblaðið Vísir. 19. nóvember 1984. Skoðað 27. júlí 2018.
  8. „Hörður settur út í kuldann". Tíminn. 26. nóvember 1981. Skoðað 27. júlí 2018.
  9. „Dýrt að fá dómara að norðan". Tíminn. 2. desember 1981. Skoðað 27. júlí 2018.
  10. „Tel mig hafa skilað mínu". Dagblaðið Vísir. 24. maí 1958. Skoðað 27. júlí 2018.