Fara í innihald

Rannsóknarnefnd Alþingis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rannsóknarnefnd Alþingis er þriggja manna nefnd skipuð af Alþingi með lögum eftir bankahrunið á Íslandi haustið 2008.[1] Tilgangur nefndarinnar var að rannsaka aðdraganda og orsakir hrunsins og birta þær upplýsingar í opinberri skýrslu. Nefndinni var fyrst og fremst ætlað að komast til botns í ábyrgð ráðherra, alþingismanna og opinberra embættismanna. Nefndin tók viðtöl við fyrrum bankastjóra bankanna í lok mars 2009.[2] Síðast þegar sambærileg nefnd var skipuð var það vegna Hafskipsmálsins svokallaða árið 1985.

Nefndina skipa:

Ákvörðun um hæfni Sigríðar

[breyta | breyta frumkóða]

Sigríður Benediktsdóttir var í viðtali við skólablaði Yale-háskóla í apríl 2009 um bankahrunið. Þar sagði hún meðal annars:

Ég er miður mín yfir þessu hruni. Mér finnst það vera afleiðing öfgakenndrar græðgi af hálfu margra og glæfralegs andvaraleysis þeirra stofnana sem báru ábyrgð á því að hafa eftirlit með starfsgreininni og báru ábyrgð á að tryggja fjármálalegan stöðugleika í landinu.

Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, taldi þessi ummæli bera þess merki að hún hefði gert upp hug sinn til hluta rannsóknarefnisins. Jónas hélt því fram að ekki yrði tryggt að málefnaleg sjónarmið yrðu lögð til grundvallar og að réttaröryggi þeirra sem hagsmuni hefðu af réttri niðurstöðu nefndarinnar væri ógnað. Páll og Tryggvi komust sameiginlega að þeirri niðurstöðu að ummæli Sigríðar hefðu verið almenn og Sigríður væri því ekki vanhæf. [3]

Skýrslan kom út þann 12. apríl 2010 og er hún fáanleg bæði á prenti og í netútgáfu. Hluti skýrslunar verður einnig þýddur yfir á ensku og birtur á netinu[4].Rannsóknarnefndin átti upprunalega að skila niðurstöðum sínum í skýrslu 1. nóvember 2009 en útgáfudegi skýrslunar var frestað nokkrum sinnum[5]. Fyrst var rannsóknarnefndinni veittur frestur til að birta skýrsluna til 1. febrúar 2010[6] [7]. Útkomu skýrslunnar var síðan frestað aftur 25. janúar 2010 og enn aftur 26. febrúar[8]. Ástæðan sem nefndin gaf upp á blaðamannafundi sama dag var að fleiri atriði hefðu fundist sem nefndin telur sig þurfa að gera grein fyrir. [9]

Alþingi hefur skipað sérstaka nefnd til þess að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndarinnar en í henni sitja: [10]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Lög um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða“. Sótt 8. febrúar 2009.
  2. „Bankastjórar yfirheyrðir“. 23. mars 2009.
  3. Ákvörðun um hæfi; af Rannsóknarnefnd.is
  4. „Fréttatilkynning frá rannsóknarnefnd Alþingis 22. mars 2010“. Sótt 8. apríl 2010.
  5. „Lög nr. 142/2008 um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða“. Sótt 12. mars 2010.
  6. Fréttatilkynning rannsóknarnefndar Alþingis 14. október 2009: Staða verksins og skil á skýrslu til Alþingis
  7. Skilafrestur rannsóknarnefndarinnar framlengdur til 1. febrúar 2010; af Vb.is[óvirkur tengill]
  8. „Fréttatilkynning frá rannsóknarnefnd Alþingis 26. febrúar 2010“. Sótt 12. mars 2010.
  9. „Rannsóknarnefndin: Skýrslunni um bankahrunið aftur frestað. Stefnt að birtingu í lok febrúar; af Eyjunni.is 25.1 2010“. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. janúar 2010. Sótt 25. janúar 2010.
  10. „Nefndaseta: þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis“. Sótt 12. mars 2010.