Fara í innihald

Gyrðir Elíasson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gyrðir Elíasson 2011
Ljósmynd Hreinn Gudlaugsson

Gyrðir Elíasson (fæddur 4. apríl 1961) er íslenskur rithöfundur, ljóðskáld og þýðandi. Gyrðir hefur hlotið ýmsar viðurkennningar, og þar á meðal bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011 fyrir bók sína, Milli trjánna. Hann er austfirðingur að uppruna en ólst upp á Sauðárkróki. Faðir hans, Elías B. Halldórsson, var myndlistarmaður, og einnig báðir bræður hans, Sigurlaugur Elíasson og Nökkvi Elíasson.

Gyrðir gaf út fyrstu ljóðabók sína, Svarthvít axlabönd, árið 1983 og fyrsta skáldsagan, Gangandi íkorni, kom út 1987. Gyrðir þykir góður stílisti og eru bækur hans mjög ljóðrænar. Útgáfa ljóðaþýðinganna „Flautuleikur álengdar“, sem út komu árið 2008 hjá Uppheimum, markaði tuttugu og fimm ára rithöfundarafmæli hans. Gyrðir býr í Reykjavík. Hann er kvæntur og á þrjú börn.

Verk[breyta | breyta frumkóða]

Ljóð[breyta | breyta frumkóða]

Smáprósar[breyta | breyta frumkóða]

Smásögur[breyta | breyta frumkóða]

Skáldsögur[breyta | breyta frumkóða]

Þýðingar[breyta | breyta frumkóða]

 • Richard Brautigan: Svo berist ekki burt með vindum, 1989
 • Richard Brautigan: Silungsveiði í Ameríku, 1992
 • Forrest Carter: Uppvöxtur Litla trés, 1999, kilja: 2000
 • Richard Brautigan: Vatnsmelónusykur, 1991
 • Jim Heynen: Litla skólahúsið, 1995
 • Velma Wallis: Tvær gamlar konur, 1995
 • Velma Wallis: Fuglastúlka og maðurinn sem elti sólina, 1997
 • William Saroyan: Ég heiti Aram, 1997
 • Ýmsir: Að snúa aftur – ljóðaþýðingar, 2000
 • Anwar Accawi: Drengurinn í Mánaturni, 2001
 • Jay Parini: Endastöðin: Síðasta æviár Tolstojs, 2002
 • Isaac Bashevis Singer: Sögumaðurinn Naftalí og hesturinn hans, 2003
 • William Saroyan: Geðbilun í ættinni og aðrar sögur, 2004
 • Natalie Babbitt: Fólkið sem gat ekki dáið, 2005
 • Richard Brautigan: Ógæfusama konan: ferðalag, 2006
 • Ýmsir: Flautuleikur álengdar – ljóðaþýðingar, 2008
 • Ýmsir: Tunglið braust inn í húsið – ljóðaþýðingar, 2011
 • Shuntarō Tanikawa: Listin að vera einn – ljóðaþýðingar, 2014
 • Shirley Jackson: Líf á meðal villimanna, 2015 – skáldsaga
 • Ko Un: Sorgin í fyrstu persónu – ljóð, 2017
 • Ýmsir: Birtan yfir ánni – ljóðaþýðingar, 2017

Gallerí[breyta | breyta frumkóða]

Ljósmyndir: Hreinn Gudlaugsson
Gyrðir í heimsókn í Árósum (2011)

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]