Gínea-Bissá

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
República da Guiné-Bissau
Fáni Gíneu-Bissá Skjaldarmerki Gíneu-Bissá
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Unidade, Luta, Progresso
(portúgalska: Eining, barátta, framfarir)
Þjóðsöngur:
Esta é a Nossa Pátria Bem Amada
Staðsetning Gíneu-Bissá
Höfuðborg Bissá
Opinbert tungumál portúgalska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Umaro Sissoco Embaló
Forsætisráðherra Nuno Gomes Nabiam
Sjálfstæði (frá Portúgal)
 - Yfirlýst 24. september 1973 
 - Viðurkennt 10. september 1974 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
136. sæti
36.125 km²
22,4
Mannfjöldi
 - Samtals (2010)
 - Þéttleiki byggðar
148. sæti
1.647.000
44,1/km²
VLF (KMJ) áætl. 2012
 - Samtals 1,931 millj. dala (170. sæti)
 - Á mann 1.222 dalir (172. sæti)
Gjaldmiðill CFA-franki
Tímabelti UTC
Þjóðarlén .gw
Landsnúmer 245

Gínea-Bissá er land í Vestur-Afríku. Það á strönd að Atlantshafi í vestri og landamæri að Senegal í norðri og Gíneu í suðri og austri. Það er eitt af minnstu löndum álfunnar og nær yfir rúmlega 36 þúsund ferkílómetra. Íbúar voru um 1,9 milljón talsins árið 2016.

Landið var áður portúgölsk nýlenda og hét Portúgalska Gínea, en við sjálfstæði var nafni höfuðborgarinnar Bissá bætt við nafnið til að koma í veg fyrir rugling við Gíneu. Eftir sjálfstæði hefur pólitískur óstöðugleiki einkennt sögu landsins og enginn forseti þess hefur setið heilt kjörtímabil. Árin 1998 til 1999 geisaði borgarastyrjöld í landinu. Árið 2012 framdi herinn valdarán undir forystu Mamadu Ture Kuruma. Manuel Serifo Nhamadjo var skipaður forseti í kjölfarið fram að næstu kosningum.

Aðeins 14% íbúa tala opinbert tungumál landsins, portúgölsku, en 44% tala crioulo sem er kreólamál byggt á portúgölsku. Um helmingur íbúa eru múslimar og um 40% aðhyllast hefðbundin afrísk trúarbrögð. Gínea-Bissá er með fátækustu ríkjum heims og tveir þriðju hlutar íbúanna eru undir alþjóðlegum fátæktarmörkum.

Héruð[breyta | breyta frumkóða]

Gínea-Bissá skiptist í átta héruð (regiões) og eitt sjálfstætt stjórnsýsluumdæmi í höfuðborginni, Bissá. Héruðin skiptast síðan í 37 umdæmi.

Guinea Bissau regions named.png
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.