Georg 3.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Georg 3. eftir Allan Ramsay.

Georg 3. (George William Frederick) (4. júlí 1738 – 29. janúar 1820) var konungur Stóra-Bretlands og Írlands frá 25. október 1760 til dauðadags. Hann var jafnframt hertogi og kjörfursti Brunswick-Lüneburg (Hanover) í Heilaga rómverska ríkinu og síðan konungur Hanover frá 12. október 1814. Hann var þriðji breski einvaldurinn af Hanover-ætt en sá fyrsti þeirra sem var fæddur í Bretlandi, talaði ensku að móðurmáli[1] og kom aldrei til Hanover.[2]

Líf hans og valdatíð, sem entist lengst allra breskra einvalda fram til hans tíma, einkenndust af vopnuðum átökum Breta í Evrópu, Afríku, Ameríku og Asíu. Snemma á valdatíð hans sigruðu Bretar Frakka í sjö ára stríðinu og urðu þar með stærsta Evrópuveldið í Norður-Ameríku og Indlandi. Bretland glataði hins vegar stórum hluta amerískra nýlenda sinna í bandaríska frelsisstríðinu. Frekari stríð brutust út gegn Frakklandi árið 1793 og ekki var rótt á milli ríkjanna fyrr en eftir ósigur Napóleons við Waterloo árið 1815.

Seinna á ævi sinni þurfti Georg 3. að glíma við endurtekna og brátt varanlega geðkvilla. Frá árinu 1810 var Georg 3. ófær um að sinna skyldum sínum sem þjóðhöfðingi og því var sonur hans, Georg erfðaprins, gerður ríkisstjóri þar til faðir hans lést.

Sagnfræðilegt mat á Georg 3. hefur tekið stakkaskiptum mörgum sinnum.[3] Fram á seinni hluta 20. aldar litu Bandaríkjamenn á hann sem harðstjóra. Meðal Breta var hann gerður að blóraböggli fyrir fall heimsvaldsstefnunnar.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „George III". Official website of the British monarchy. (Royal Household). Skoðað 18 April 2016.
  2. Brooke, John (1972). King George III. London: Constable, bls. 314; Fraser, Antonia (1975). The Lives of the Kings and Queen of England. London: Weidenfeld and Nicolson, bls. 277.
  3. Butterfield, Herbert (1957). George III and the Historians. London: Collins, bls. 9.
  4. Brooke, p. 269