Franska Gvæjana

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Guyane française
Fáni Franska Gvæjana Skjaldarmerki Franska Gvæjana
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Fert Aurum Industria
Þjóðsöngur:
La Marseillaise
Staðsetning Franska Gvæjana
Höfuðborg Cayenne
Opinbert tungumál franska
Stjórnarfar Franskt héraðsþing

Forseti Emmanuel Macron
Landstjóri Thierry Queffelec
Héraðsþingsforseti Rodolphe Alexandre
Franskt handanhafshérað
 - Stofnun 19. mars 1946 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)

83.534 km²
~0
Mannfjöldi
 - Samtals (2021)
 - Þéttleiki byggðar

294.071
3,5/km²
VLF (KMJ) áætl. 2019
 - Samtals 4,87 millj. dala (17. sæti)
 - Á mann 17.100 dalir
Gjaldmiðill evra
Tímabelti UTC-3
Þjóðarlén .gf
Landsnúmer ++594

Franska Gvæjana (franska: Guyane française) er franskt handanhafshérað á norðausturströnd Suður-Ameríku, með landamæri að Brasilíu í suðri og austri, og Súrínam í vestri og liggur að Atlantshafi Í norðri. Árið 2013 bjuggu um það bil 250 þúsund manns í Frönsku Gvæjana. Höfuðstaður héraðsins er Cayenne og um helmingur íbúa býr á höfuðborgarsvæðinu. Franska Gvæjana er langstærsta handanhafshérað Frakklands, stærsta handanhafshéraðið innan Evrópusambandsins og annað stærsta hérað Frakklands. 98,9% af landsvæði Franska Gvæjana er þakið skógi, sem er að stórum hluta regnskógur. Guiana-Amasónþjóðgarðurinn er stærsti þjóðgarðurinn í Evrópusambandinu og nær yfir 41% af landsvæði Franska Gvæjana.

Landið er almennt bara kallað Guyane. Upphaflega var það eitt af fimm nýlendum sem hétu „Gvæjana“: þetta voru Spænska Gvæjana (nú Guayana-hérað í Venesúela), Breska Gvæjana (nú Gvæjana), Hollenska Gvæjana (nú Súrínam), Franska Gvæjana og Portúgalska Gvæjana (nú fylkið Amapá í Brasilíu). Franska Gvæjana myndar eina landfræðilega heild, Gvæjanahálendið, með Gvæjana og Súrínam. 70% íbúa Franska Gvæjana kusu gegn sjálfstjórn í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2010. Frá því í desember 2015 hefur héraðið verið með eitt héraðsþing, sem tók við af héraðsráði og umdæmisráði.

Franska Gvæjana er hérað innan Frakklands og gjaldmiðill þess er evra. Opinbert mál er franska, en algengasta móðurmál íbúa er kreólamálið Kriyòl. Efnahagslega er héraðið háð Frakklandi. Geimferðamiðstöðin í Gvæjana, sem var sett á laggirnar árið 1964, stendur undir stórum hluta af efnahag landsins, en þar er aðalgeimferðastöð Geimferðastofnunar Evrópu við miðbaug.

Heiti[breyta | breyta frumkóða]

Á frönsku nefnist Franska Gvæjana einfaldlega Guyane, en á mörgum öðrum málum er „franska“ bætt framan við af því á nýlendutímanum voru Gvæjönurnar fimm: „Spænska Gvæjana“ (nú Guayana-hérað í Venesúela), „Breska Gvæjana“ (nú einfaldlega Gvæjana), „Hollenska Gvæjana“ (nú Súrínam), Franska Gvæjana og „Portúgalska Gvæjana“ (nú héraðið Amapá í Brasilíu). Gvæjana, Franska Gvæjana og Súrínam mynda saman Gvæjanahálendið.

Landfræði[breyta | breyta frumkóða]

Franska Gvæjana er milli 3. og 6. gráðu norðlægrar breiddar, og 51. og 55. gráðu vestlægrar lengdar. Héraðið skiptist í tvö landfræðilega aðgreind svæði: strandlengju, þar sem flestir íbúar eru, og skógþykkni innanlands sem smáhækkar þar til kemur að tindum Tumuc-Humac-fjalla við landamærin að Brasilíu. Hæsti tindur Franska Gvæjana er Bellevue de l'Inini í 851 metra hæð. Önnur fjöll eru Itoupé-fjall (826 m), Pic Coudreau (711 m) og Kaw-fjall (337 m).

Undan ströndinni eru nokkrar litlar eyjar, þar á meðal eyjaklasinn Hjálpræðiseyjar (sem hin alræmda Djöflaeyja er hluti af) og Îles du Connétable sem eru fuglafriðland, nær Brasilíu.

Í norðurhluta Franska Gvæjana er Petit-Saut-stíflan sem myndar stórt manngert stöðuvatn og sér landinu fyrir raforku. Margar ár eru í Franska Gvæjana, Waki-fljót þar á meðal.

Hluti Amasónskógarins í Franska Gvæjana er innan Guiana-Amasónþjóðgarðsins. Hann er einn af tíu þjóðgörðum Frakklands. Garðurinn er 33.900 km² að stærð og er í sveitarfélögunum Camopi, Maripasoula, Papaïchton, Saint-Élie og Saül.

Stjórnmál[breyta | breyta frumkóða]

Stjórnsýslueiningar[breyta | breyta frumkóða]

Franska Gvæjana skiptist í 2 sýslur (arrondissements) og 22 sveitarfélög:

Númer Nafn Stærð (km2) Íbúafjöldi Staðsetning Sýsla Númerað kort
1 Awala-Yalimapo 187,4 1.430 Locator map of Awala-Yalimapo 2018.png Saint-Laurent-du-Maroni-sýsla Guyane administrative.PNG
2 Mana 6.333 11.234 Locator map of Mana 2018.png
3 Saint-Laurent-du-Maroni 4.830 45.576 Locator map of Saint-Laurent-du-Maroni 2018.png
4 Apatou 2.020 9.381 Locator map of Apatou 2018.png
5 Grand-Santi 2.112 8.698 Locator map of Grand-Santi 2018.png
6 Papaïchton 2.628 6.212 Locator map of Papaichton 2018.png
7 Saül 4.475 152 Locator map of Saül 2018.png
8 Maripasoula 18.360 11.994 Locator map of Maripasoula 2018.png
9 Camopi 10.030 1.834 Locator map of Camopi 2018.png Cayenne-sýsla
10 Saint-Georges 2.320 4.188 Locator map of Saint-Georges 2018.png
11 Ouanary 1.080 220 Locator map of Ouanary 2018.png
12 Régina 12.130 865 Locator map of Régina 2018.png
13 Roura 3.902,5 3.390 Locator map of Roura 2018.png
14 Saint-Élie 5.680 216 Locator map of Saint-Élie 2018.png
15 Iracoubo 2.762 1.773 Locator map of Iracoubo 2018.png
16 Sinnamary 1.340 2.895 Locator map of Sinnamary 2018.png
17 Kourou 2.160 24.659 Locator map of Kourou 2018.png
18 Macouria 377,5 15.602 Locator map of Macouria 2018.png
19 Montsinéry-Tonnegrande 634 2.772 Locator map of Montsinéry-Tonnegrande 2018.png
20 Matoury 137,19 32.942 Locator map of Matoury 2018.png
21 Cayenne 23,6 63.652 Locator map of Cayenne 2018.png
22 Remire-Montjoly 46,11 26.143 Locator map of Remire-Montjoly 2018.png


Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.