Litla kaffistofan
Útlit
Litla kaffistofan er bensínstöð og sjoppa á þjóðvegi 1, Suðurlandsveginum, í Svínahrauni. Litla kaffistofan er í eigu Olís, eins stærsta olíufélagsins á Íslandi. Litla kaffistofan var upphaflega stofnuð 4. júní 1960 og hefur verið rekin óslitið síðan. Litla kaffistofan er vinsæll áningarstaður þeirra sem ferðast til og frá Reykjavík, höfuðborginni, og ýmissa áfangastaða á Suður- og Austurlandi, s.s. Hveragerðis, Selfossi, Vík í Mýrdal, Kirkjubæjarklaustri, o.fl. Skammt frá Litlu kaffistofunni er Hellisheiðarvirkjun.