15. júlí
Útlit
Jún – Júlí – Ágú | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
15. júlí er 196. dagur ársins (197. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 169 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 649 - Gaozong varð keisari Tangveldisins eftir lát Taizong.
- 1099 - Krossfarar í fyrstu krossferðinni unnu Jerúsalem eftir mánaðarlangt umsátur og myrtu nánast alla íbúa borgarinnar.
- 1162 - Ladislás 2. varð konungur Ungverjalands.
- 1235 - Friðrik 2. keisari gekk að eiga Ísabellu af Englandi, systur Hinriks 3.
- 1240 - Rússneski furstinn Alexander Nevskíj sigraði Svía í orrustunni við Nevu.
- 1410 - Pólverjar og Litháar sigruðu her Þýsku riddaranna í orrustunni við Tannenberg.
- 1435 - Danakonungur samdi um frið við greifana í Holtsetalandi.
- 1567 - María Stúart beið ósigur fyrir skoska aðlinum við Carberry Hill og var fangelsuð í Loch Leven-kastala.
- 1609 - Svíar unnu lokasigur á kósakkaher falska Dímítríj 2. í orrustunni við Tver.
- 1662 - Konunglega breska vísindafélagið fékk konungsbréf.
- 1685 - James Scott var tekinn af lífi á Tower Hill í London.
- 1799 - Franskur skipstjóri fann Rósettusteininn í egypska hafnarbænum Rosetta.
- 1870 - Manitoba varð fylki í Kanada.
- 1923 - Warren G. Harding Bandaríkjaforseti rak síðasta fleyg í teina milli Fairbanks og Seward og Alaska-lestarkerfið var klárað.
- 1958 - Tilraun Meselsons og Stahl birtist í PNAS, en með henni sýndu Matthew Meselson og Franklin Stahl fram á að lífverur tvöfalda erfðaefni sitt með því að afrita hvorn DNA-þráðinn fyrir sig.
- 1980 - Dansk Sojakagefabrik á Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn sprakk í loft upp.
- 1983 - Leikjatölvan Nintendo Entertainment System kom fyrst út í Japan.
- 1988 - Fyrsta staðfesta tilfelli selapestar í Eystrasalti.
- 2003 - Mozilla Foundation var stofnuð.
- 2009 - 168 fórust þegar Caspian Airlines flug 7908 hrapaði við Qazvin í Íran.
- 2010 - Hjónabönd samkynhneigðra voru heimiluð í Argentínu, fyrstu suðuramerískra landa.
- 2012 - Lagið „Gangnam Style“ með kóreska tónlistarmanninum Psy var birt á YouTube.
- 2012 - Danski fornleifafræðingurinn Olaf Olsen játaði að hafa sem ungur kommúnisti látið Sovétríkjunum í té persónuupplýsingar.
- 2016 - Hópur innan tyrkneska hersins hóf misheppnaða tilraun til valdaráns. Miklar hreinsanir fylgdu í kjölfarið.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1573 - Inigo Jones, enskur arkitekt (d. 1652).
- 1606 - Rembrandt, hollenskur listamaður (d. 1669).
- 1858 - Emmeline Pankhurst, ensk súffragetta (d. 1928).
- 1867 - Jean-Baptiste Charcot, franskur vísindamaður (d. 1936).
- 1888 - Alexander Jóhannesson, íslenskur málfræðingur (d. 1965).
- 1892 - Walter Benjamin, þýskur heimspekingur (d. 1940).
- 1907 - Gunnar Salómonsson, íslenskur aflraunamaður (d. 1960).
- 1910 - Aleksandar Tirnanić, júgóslavneskur knattspyrnumaður og -þjálfari (d. 1992).
- 1919 - Iris Murdoch, breskur rithöfundur (d. 1999).
- 1926 - Leopoldo Galtieri, argentínskur einræðisherra (d. 2003).
- 1930 - Jacques Derrida, franskur heimspekingur (d. 2004).
- 1939 - Aníbal Cavaco Silva, forseti Portúgals.
- 1939 - Peter Hacker, breskur heimspekingur.
- 1946 - Hassanal Bolkiah, soldán af Brúnei.
- 1946 - Linda Ronstadt, bandarísk söngkona.
- 1952 - Ágúst Ásgeirsson, íslenskur blaðamaður.
- 1954 - Mario Kempes, argentínskur knattspyrnumaður.
- 1955 - John H. Cox, bandarískur lögfræðingur.
- 1956 - Marky Ramone, bandarískur trommari (Ramones)
- 1957 - Kristján Þór Júlíusson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1961 - Forest Whitaker, bandarískur leikari.
- 1964 - Tetsuji Hashiratani, japanskur knattspyrnumaður.
- 1965 - Yasutoshi Miura, japanskur knattspyrnumaður.
- 1969 - Alexander Vasilyev, rússneskur söngvari.
- 1972 - Scott Foley, bandarískur leikari.
- 1973 - John Dolmayan, trommuleikari System of a Down.
- 1974 - Takashi Hirano, japanskur knattspyrnumaður.
- 1979 - Edda Garðarsdóttir, íslensk handknattleikskona.
- 1985 - Sif Atladóttir, íslensk knattspyrnukona.
- 1991 - Shogo Taniguchi, japanskur knattspyrnumaður.
- 1992 - Yoshinori Muto, japanskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1015 - Valdimar gamli, stórfursti í Garðaríki (f. um 958).
- 1274 - Bonaventure, ítalskur guðfræðingur og dýrlingur (f. 1221).
- 1291 - Rúdolf 1. ,keisari hins Heilaga rómverska ríkis (f. 1218).
- 1626 - Einar Sigurðsson í Eydölum, íslenskt skáld (f. 1539).
- 1803 - Snorri Björnsson, prestur á Húsafelli (f. 1710).
- 1904 - Anton Tsjekhov, rússneskur smásagnahöfundur og leikskáld (f. 1860).
- 1916 - Ilja Métsjníkoff, rússneskur líffræðingur og handhafi Nóbelsverðlaunanna í lífeðlisfræði (f. 1845).
- 1948 - John J. Pershing, bandarískur herforingi (f. 1860).
- 1992 - Hammer DeRoburt, fyrsti forseti Nárú (f. 1922).
- 1993 - Sigurður Ólafsson, íslenskur söngvari og hestamaður (f. 1916).
- 1996 - Guðmundur Steinsson, íslenskt leikskáld (f. 1925).
- 1997 - Gianni Versace, ítalskur tískuhönnuður (f. 1946).
- 2013 - Jóhann G. Jóhannsson, íslenskur tónlistarmaður (f. 1947).
- 2019 - Þorsteinn Ingi Sigfússon, íslenskur eðlisfræðingur (f. 1954).