Fara í innihald

Nintendo Entertainment System

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Framleiðandi Nintendo
Tegund Leikjatölva
Kynslóð Þriðja
Gefin út 1985
Örgjörvi Ricoh 8-bita örgjörvi (MOS Technology 6502 core)
Skjákort {{{GPU}}}
Miðlar
Netkort Engin
Sölutölur 61 milljón
Arftaki Super Nintendo Entertainment System

Nintendo Entertainment System (oft kölluð NES eða einfaldlega Nintendo) er 8-bita leikjatölva frá Nintendo sem var gefinn út í Norður-Ameríku, Brasilíu, Evrópu og Ástralíu árið 1985. Í Japan hét hún Nintendo Family Computer eða Famicom og var send til nágrannalanda Japans eins og Filippseyja, Taívan, Víetnam og Singapúr. Í Kóreu var hún kölluð Hyundai Comboy til að fara fram hjá lögunum um bannaðar rafmagnsvörur frá Japan.

Hún var vinsælasta leikjatölva síns tíma í Asíu og Norður-Ameríku (Samkvæmt Ninendo hefur vélin selst í yfir 60 milljónum eintaka um allan heim).[1]

Eftirlíkingar af vélinni urðu einnig algengar og t.a.m. varð leikjatölva sem nefndist Денди (Dendy) mest selda leikjatölva Sovétríkjana og sumra nágrannalanda þeirra en NES var aldrei dreift þar. Radíóbúðin seldi eftirlíkingar af NES sem kölluðust NASA á Íslandi.

Masayuki Uemura hannaði tölvuna sem var gefin út í Japan þann 15. júlí 1983. Hún kostaði 14.800 jen með þrem leikjum frá Nintendo, Donkey Kong, Donkey Kong Jr. og Popeye. Nintendo Family Computer (Famicom) var smá saman að ná vinsældum: á fyrsta árinu settu margir út á að tölvan og væri ekki áræðanleg, hafði forritunagalla og hún fraus títt. Nintendo endurbættu Famicom og með nýju móðurborði jukust vinsældir hennar og hún varð mest selda leikjatölvuan í Japan í lok árs 1984. Eftir vinsældirnar í Japan, byrjaði Nintendo að einbeita sér að Norður-Ameríska markaðinum.

Nintendo gekk illa að finna dreifingaraðila til að sjá um dreifingu leikjatölvurnar í N-Ameríku en vestanhafs höfðu menn takmarkaða trú á tölvuleikjamarkaðnum eftir að hann hann hrundi árið 1983 og voru ekki tilbúnir að taka miklar áhættur. Á endandum stofnuðu Nintendo eigið fyrirtæki í Ameríku sem sá um dreifinguna. Plön voru uppi um að gefa Famicom í Norður-Ameríku með lyklaborði, kassettutæki, þráðlausum stýripinna undir nafninu „Nintendo Advanced Video System“ en það gerðist aldrei.

Tölvan hélt vinsældum sínum og var átti stæstan markaðshluta af tölvuleikja markaðnum í mörg ár. Vinsældirnar mátti rekja til þess að sífellt komu út nýir og flottir leikir fyrir tölvuna. Má t.d. nefna Super Mario Bros seríuna (SMB3 kom út 1988 í Japan, 1990 í NA og 1991 í Evrópu) og Mega Man seríuna (Mega Man 5 kom út 1992 í Japan og NA og 1993 í Evrópu) sem nutu gríðarlegra vinsælda.

Vinsældir NES fóru að dvína eftir að SEGA gaf úr Sega Mega Drive (sem hét Sega Genesis í NA) og Nintendo gáfu út nýja leikjatölvu, Super Nintendo Entertainment System, en þó héldu leikir áfram að koma út fyrir NES í nokkurn tíma eftir það.

Tæknileg atriði

[breyta | breyta frumkóða]
Mynd úr Popeye leiknum.
  • Aðal örgjörvinn í NES var hannaður af Nintendo og framleiddur af japanska fyrirtækinu Ricoh. Sú flaga fékk heitið Ricoh 2A03. Örgjörvinn var byggður á 6502 frá MOS Technology. Örgjörvinn hafði 8 bita gagnaorð (og gagnabraut) og 16 bita vistföng (og vistfangsbraut). Örgjörvinn var frábrugðin 6502 að því leiti að hann studdi ekki binary coded decimal en í staðin studdi hann 4 rása hljóðgervil sem var á sömu flögu (reyndar fundu menn seinna leið til að nota útfæra eina rás til viðbótar). Á sömu örgjövaflögunni var einnig 2kB af RAM minni og inntaks og úttaksstýring. MOS 6502 örgjövinn kom á markað árið 1975 og því var alls ekki um öflugasta örgjövan á markaðnum að ræða. Auðveldlega hefði verið hægt að nota 16 bita örgjörva á þessum tíma (eins og t.d. Motorola 68k) en þar sem leikjatölvumarkaðurinn er viðkvæmur fyrir verði var ákveðið að nota þennan gamla ódýra örgjörva. NES klukkaði örgjövan á 1,66 MHz í útgáfum fyrir PAL sjónvarpskerfi en 1,79 MHz í útgáfum fyrri NTSC.
  • Myndvinnsluörgjörvinn í NES var einnig hannaður af Nintendo og framleiddur af Ricoh. Hann sá um að búa til sjónvarpsmerki. Hann hafði einnig 8 bita gagnaorð og 16 bita vistföng. Á sömu flögu var 32kB af RAM minni sem var oft kallað VRAM. Kerfið hafði 52 liti og gat haft mest 25 liti samtímis á skjánum. Grafíkin var sett saman úr sprætum (e. sprites) sem voru ýmist 8x8 pixlar eða 8x16 pixlar og gat tölvan meðhöndlað 64 slíkar samtímis en einungis haft 8 í sömu skjálínu. Myndvinnsluörgjörvinn var klukkaður töluvert hraðrar en aðal örgjörvinn, nálægt 6MHz.
Valdar leikjatölvur
Fyrsta kynslóð
Magnavox OdysseyPONGColeco Telstar
Önnur kynslóð
Atari 2600Interton VC 4000Odyssey²Intellivision
Atari 5200ColecoVisionVectrexSG-1000
Þriðja kynslóð
NESMaster SystemAtari 7800
Fjórða kynslóð
TurboGrafx-16Mega DriveNeo GeoSNES
Fimmta kynslóð
3DOJaguarSaturnPlayStationNintendo 64
Sjötta kynslóð
DreamcastPlayStation 2GameCubeXbox
Sjöunda kynslóð
Xbox 360PlayStation 3Wii
Áttunda kynslóð
Xbox OnePlayStation 4Wii UNintendo Switch
Níunda kynslóð
Xbox Series X og SPlayStation 5
  • Tölvan notaði leikjahylki sem innihéldu ROM minni á kísilflögum, sem geymdi forritskóða og gögn leikjanna. Vistfangsrými tölvunar var 64kB og var helmingur þess úthlutaður fyrir ROM minni leikjanna. Sumir leikir voru stærri en 32kB og innhéldu þá sér flögu sem sá um að skipta á milli svokallaðara minnisbanka (sem voru 32kB hver). Sum leikjahylki innihéldu svokallað save minni (allt að 2kB) sem hægt var að skrifa í og vista gögn. Sum leikjahylki innihéldu allt að tæplega 2kB af auka RAM minni.
  • Á móðurborði NES var flaga sem kallaðist „locout chip“ á ensku. Hún hafði það hlutverk að kanna hvort leikjahylkin geymdu hinn svokallaða NES10 kóða sem var bitaruna sem Nintendo hafði einkaleyfi á og engin mátti nota án þess að hafa leyfi frá Nintendo (ef leikjahylkið innhélt ekki kóðan hindraði flagan að tölvan ræsti sig). Þannig gátu Nintendo komið í veg fyrir að aðrir framleiðendur gætu framleitt leikjahylki sem virkuðu í NES án leyfis frá þeim, enda var markaðsáætlun Nintendo að selja NES tölvuna nálægt kostnaðarverði og græða á sölu leikja (og eru flestir sammála um að það hafi tekist með ágætum).
  • NES var seld í nokkrum mismunandi samsettum pökkum. Sá mest seldi inihélt m.a. byssu og skotleikinn Duck Hunt. Þegar byssunni var miðað á skotmark á skjánum og tekið í gykkin samtímis nam byssan hvort skotmark hafði verið hitt eða ekki. Þegar tekið var í gykkinn teiknaði tölvan allan skjáinn svartan nema skotmarkið sem var teiknað hvítt. Innst í byssuhlaupinu var ljósnæm díóða sem nam hvort byssunni væri miðað á svartan eða hvítan flöt á skjánum og þannig var hægt að skera út um hvort skotmarkið hafði verið hitt. Ef tvö eða fleiri skotmörk voru samtímis á skjánum blikkuðu þau til skiptis.

Mismunur milli landa

[breyta | breyta frumkóða]

Þó að japanska Famicom og alþjóðlega NES er nánast með sama innihald þó er nokkur munur á milli þeirra:

  • Öðruvísi töskuhönnun.
  • 60-pinna móti 72-pinna hylki. Upprunalega Famicom og endurgefna AV Family Computer voru báðar með 60-pinna hylkja hönnun sem þýddi minni leikjahylki heldur en NES og NES 2 sem voru með 72-pinna. Fjórir pinnar voru notaðir fyrir 10NES læsinguna sem læstu leikjunum fyrir þá sem ætluðu að búa til leiki án þess að fá leyfi. Tíu pinnar voru notaðir til að tengja leikjahylkið beint í hlut sem bætt var við vélina. Síðan voru tveir pinnar fjarlægðir til að leyfa hylkjunum að koma með þeirra eigin hljóðflögu. Margir fyrstu leikirnir (eins og Stack-Up) sem voru gefnir út í Norður-Ameríku voru einfaldlega Famicom leikir með milli stykki (eins og T89 Cartridge Converter) til að leyfa þeim að passa í NES tölvu. Nintendo gerði þetta til að minnka kostnað og aukahluti með að nota sömu hylki í Ameríku og Japan.
  • Nokkur drif og hugbúnaður voru gefin út fyrir Famicom. Fá þeirra komu út annar staðar en í Japan. Meðal þeirra sem komu ekki eru:
  • Viðbóta hljóðflögur. Famicom var með tvo pinna sem leyfðu hylkjum að bæta við hljóðflögum. Útaf því varð hljóðið verra í mörgum leikjum, sem dæmi Castlevania III: Dracula’s Curse.
  • Innbyggðir stýripinnar. Upprunalega Famicom var með innbyggða stýripinna. Í viðbót var seinni stýripinninn með hljóðnema og vantaði Select og Start takkana.
  • Læst hylki. Famicom var ekki með neina læsingu á hylkjum og það varð til þess að leikir án leyfis voru mjög vinsælir í Japan. Upprunalega NES innihélt 10NES flöguna og gerði það að verkum að erfitt er að búa til leiki án leyfis.
  • Hljóð/mynd útkoma. Upprunalega Famicom var með RF tengi fyrir hljóð og mynd útkomu, meðan upprunalega NES var með bæði RF og RCA kapla.

Stýripinninn

[breyta | breyta frumkóða]
Stýripinninn fyrir NES

Stýripinninn sem var notaður bæði fyrir NES og Famicom var með fjórum einföldum tökkum: tveir hringlóttir takkar sem voru „A“ og „B“, Start takki og „Select“ takki.

Upprunalega módel Famicom var með tvo stýripinna, báðir með þráð fyrir aftan leikjatölvuna. Seinni stýripinnian vantaði „Start“ og „Select“ takkana en voru með lítinn míkrafón. Fáir leikir notuðu þann möguleika. Fyrstu eintökin af Famicom voru með ferhyrndan „A“ og „B“ takka.[2] Því var breytt því að takkarnir festust niðri þegar ýtt var á þá og galla að leikirnir frusu.

Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]
Valdar leikjatölvur
Fyrsta kynslóð
Magnavox OdysseyPONGColeco Telstar
Önnur kynslóð
Atari 2600Interton VC 4000Odyssey²Intellivision
Atari 5200ColecoVisionVectrexSG-1000
Þriðja kynslóð
NESMaster SystemAtari 7800
Fjórða kynslóð
TurboGrafx-16Mega DriveNeo GeoSNES
Fimmta kynslóð
3DOJaguarSaturnPlayStationNintendo 64
Sjötta kynslóð
DreamcastPlayStation 2GameCubeXbox
Sjöunda kynslóð
Xbox 360PlayStation 3Wii
Áttunda kynslóð
Xbox OnePlayStation 4Wii UNintendo Switch
Níunda kynslóð
Xbox Series X og SPlayStation 5
Wikipedia
Wikipedia