Fara í innihald

Eystrasalt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir Eystrasalt (merkt á ensku, Baltic Sea) og nágrenni
Gervihnattamynd af Eystrasalti

Eystrasalt er haf í Norður-Evrópu sem markast af Skandinavíuskaganum og dönsku eyjunum í vestri, vesturströnd Norður-Evrópu í austri og norðurströnd Mið-Evrópu í suðri. Hafið tengist við Norðursjó um Skagerrak og Kattegat, sem það tengist um Eyrarsund, Litla-Belti og Stóra-Belti við Danmörku. Hafið tengist auk þess Hvítahafi með Hvítahafsskurðinum og beint út í Norðursjó um Kílarskurðinn.

Úr norðanverðu Eystrasalti teygjast tveir langir flóar; Helsingjabotn og Kirjálabotn. Milli Eistlands og Lettlands er svo Rígaflói.

Eystrasalt er 415 þúsund ferkílómetrar að stærð og mjög grunnt (57 metra djúpt að meðaltali og 459 metrar þar sem það er dýpst). Margar og miklar ár renna í Eystrasalt og þess vegna er selta þess mjög lítil, sem veldur því að það leggur oft á vetrum.

Lönd við Eystrasalt[breyta | breyta frumkóða]

Löndin sem eiga aðgang að Eystrasalti eiga með sér samstarf í Eystrasaltsráðinu, en auk þeirra eru Ísland, Noregur og Evrópusambandið aðilar að ráðinu.

Eyjar og eyjaklasar í Eystrasalti[breyta | breyta frumkóða]

Helstu eyjar og eyjaklasar í Eystrasalti eru: